Ég rakst á þessa uppskrift um daginn og fannst hún aðeins og girnileg til að sleppa því að deila henni með þér. Þetta er uppskrift af Oreo smákökum sem eru örugglega ljúffengar með ííísköldu mjólkurglasi. Þetta er sko planið fyrir helgina…
Innihald:
1/2 bolli smjör
1/3 bolli sykur
1/3 bolli púðursykur
1/2 teskeið salt
1 teskeið vanilludropar
1/4 teskeið matarsódi
1/2 teskeið lyftiduft
1 stórt egg
1 1/2 bolli hveiti
2 teskeiðar mjólk
1 1/2 bolli saxað Oreo kex
Aðferð:
Byrjið á að forhita ofninn í 350°. Hrærið svo saman smjörinu, sykurinum, saltinu, vanillunni, matarsódanum og lyftiduftinu þar til allt hráefnið hefur blandast vel saman. Bætið þá egginu og hveitinu við og hrærið vel. Að lokum er mjólkinni bætt við og Oreo kexinu og enn og aftur er öllu hrært vel saman.
Svo er sniðugt að nota tvær matskeiðar til að útbúa kökurnar. Þá er þeim raðað á bökunarpappír með ágætis millibili.
Kökurnar eru loks bakaðar í 11-15 mínútum eða þangað til að þær eru orðnar ljósbrúnar og girnilegar. Látið þær svo kólna á bökunarpappírnum í nokkrar mínútúr.
ENJOY!
Uppskrift kemur HÉÐAN.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.