Bollakökur eru að koma sterkar inn í veislurnar og hafa verið haldin námskeið undanfarin misseri sem kenna manni tæknina, handtökin og listina við að gera slíkar kökur.
Mér finnst tíminn svolítið stoppa þegar maður er með fallega bollaköku fyrir framan sig og fyrsti bitinn er alveg að fara verða tekinn. Það er eitthvað andartak sem verður til, sem breytist svo í kítlandi unað þegar maður loksins lætur verða af því að bíta í kökuna *mmmm*…..
Sérðu öll andartökin á þessum myndum ?
*mmmmm*
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.