Bornar fram með fylltum paprikum með hrísgrjónum, kryddjurtum, fetakubbi og tómatbitum.
Innihald
4 stk kjúklingabringur, skorið inn í þær til hálfs, langsum
250 g rjómaostur
• handfylli af ferskum kryddjurtum, fínsaxaðar
• salt og pipar
4 stk meðalstórar papríkur, í ýmsum litum
Hrísgrjónafylling
200 g hrísgrjón eða heilt spelt, soðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum í 425 ml af grænmetissoði
2 stk (2-3 stk) tómatar, skornir í litla bita
14 stk (14-16 stk) ólífur svartar eða grænar skornar í litla bita
1 stk hvítlauksrif, fínsaxaður
1 msk ólífuolía
• salt og pipar
1 stk heill fetakubbur, skorinn í litla bita
Aðferð:
Hitið ofninn í 180˚C. Stappið saman rjómaost og ferskar kryddjurtir. Saltið og piprið lítillega. Smyrjið fyllingunni inn í bringurnar. Lokið lauslega fyrir með tannstönglum. Saltið og piprið kjúklingin að utan og dreypið smávegis af olíu yfir. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót í miðjum ofninum og bakið í 10 mínútur. Á meðan eru paprikurnar fylltar.
Skerið ofan af paprikunum og fræhreinsið þær að innan. Blandið saman hrísgrjónafyllinguna. Setjið 1/3 af ostinunum í botninn á paprikunum. Setjið hrísgrjónafyllinguna í paprikurnar til hálfs. Bætið 1/3 af fetaostinum ofan á. Fyllið paprikurnar og setjið afganginn af ostinum ofan á. Setjið fylltu paprikurnar inn í ofninn með kjúklingnum. Hækkið hitann í 200˚C og bakið áfram í 15 mínútur eða þar til að kjúklingabringurnar eru eldaðar í gegn.
Berið fram með salati og léttsoðnu grænmeti s.s. snjóbaunum eða öðru góðu grænmeti og rjómafyllingunni sem hefur lekið úr kjötinu.
Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.