BAFTA verðlaunin voru haldin hátíðleg í gærkvöldi í London og hver stórstjarnan á fætur annari mætti í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn.
Ben Affleck kom sá og sigraði en kvikmynd hans Argo hlaut verðlaun sem besta kvikmyndin og Ben fékk einnig verðlaun fyrir bestu leikstjórn kvikmyndarinnar.
Daniel Day Lewis fékk enn ein verðlaunin fyrir leik sinn í Lincoln og margir spá honum sigri á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Anne Hathaway bætti enn einni styttunni í safnið sitt með því að sigra í flokknum besta aukaleikkonan fyrir leik sinn í Vesalingunum. Anne er einnig líkleg til þess að hljóta Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn sem besta leikkona á aukahlutverki. Django leikarinn Crisoph Waltz fékk einnig verðlaun sem aukaleikari í karlaflokki.
Franska leikkonan Emanuelle Riva kom öllum á óvart og hlaut styttuna fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Amour en mörg stór nöfn voru tilnend fyrir leik sinn í aðalhlutverki en Emanuelle þótti skara fram af þeim öllum.
Þú getur lesið nánar hér um verðlaunahafa kvöldsins og skoðað skemmtilegar myndir.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig