Margir kostir fylgja því að vera skipulögð í lífinu, bæði heima og í vinnunni.
Hér koma þrjú skotheld ráð sem láta þér líða örlítið betur hvað skipulagstilfinninguna varðar…
1. Búðu um rúmið þitt
Við erum ekki að tala um eins og á hóteli þar sem allt er brett undir dýnuna og svakalega vel straujað. Það er nóg að leggja sængurnar samanbrotnar yfir bólið og hrista koddana þannig að bólið verði girnilegra að fara í um kvöldið. Þér líður strax betur.
- Þetta tekur 3 mínútur í mesta lagi.
2. Hafðu yfirborðin hrein
Sófaborð, stofuborð og aðrir fletir eru alltaf betri ef þeir eru ekki fullir af dótaríi.
Fólk sem hefur lengi búið innan um ósköpin öll af drasli verður ósjálfrátt mikið glaðara þegar það er búið að hreinsa dót af borðum og koma öllu á sinn stað. Það er gott að vera laus við kaosið.
Settu reikninga á sinn stað og fjarlægðu skraut sem virðist ekki gera annað en safna ryki.
- Taktu 15 mínútur í þetta litla verk og þér líður strax betur.
3. Skiptu út fortíð og framtíð fyrir nútíð
Ef þér finnst alltaf eins og það vanti mikið upp á skipulag í lífi þínu, þá er um að gera að spyrja sig þessara þriggja spurninga:
-Hversu mikið af óreiðunni tengist fortíð eða framtíð?
-Hvað ertu að halda í: föt, minningar, dagbækur, gömul jólakort…?
-Hversu mikið af dótinu tengist einhverju sem þú ætlar að gera í framtíðinni: tómstundagaman sem þú ætlar að stunda einn daginn, eitthvað sem þú gætir kannski þurft á að halda, einhverntíma á næstu öld?
Það er ekkert að gömlum minningum eða plönum fyrir framtíðina -þetta getur gefið lífinu smá gildi, en ef þessir hlutir eru að taka upp pláss í lífi þínu þá ertu að borga fyrir þetta með hamingju dagsins í dag. Í stað þess að vera með þessa hluti hingað og þangað á heimili þínu skaltu losa þig við eitthvað af þessu, eða allt, og búa þannig til meira pláss í núinu.
- Taktu 30 mínútur í þetta verkefni og þá veistu mikið betur hver þú ert og hvað þú vilt fá út úr deginum í dag.
Allt í allt eru þetta 48 mínútur
* 3 mín að búa um rúmið
* 15 mín að hreinsa af borðum
* 30 mín að henda gömlum tímaritum, föndurdóti eða jólakortum sem taka bara frá þér andlegt rými.
Njóttu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.