Vísindabók Villa fjallar um, líkt og nafnið gefur til kynna, vísindi. Bókin er fyrir fróðleiksfúsa krakka en hún er sett upp á skemmtilegan máta þannig að bæði börn og fullorðnir geta haft gagn og gaman af.
Þetta er skemmtileg blanda af fróðlegum upplýsingum og léttum tilraunum sem flestar er hægt að gera heima.
Ég gerði nokkrar tilraunir með 7 ára dóttur minni og ég veit satt að segja ekki hvor okkar hafði meira gaman af. Augun í henni ljómuðu þegar tilraunirnar heppnuðust og í framhaldinu veit hún aðeins meira um heiminn og hvernig hann virkar.
Bókin er fyrir alla krakka á aldrinum 5-100 ára.
Nú er bara að skella sér í eldhúsið og hefja tilraunastarfsemina!
Anna Kristín Halldórsdóttir er með fimm háskólagráður (án gríns) og hefur m.a áhuga á ljósmyndum, tölvum, fötum og bókum. Hún býr í Hafnarfirði ásamt yndislegri dóttur sem fædd er í Kína og hressum hundi sem elskar útiveru.