Bækur: Víga-Anders og vinir hans eftir Jonas Jonasson

Bækur: Víga-Anders og vinir hans eftir Jonas Jonasson

JONAS-JONASSONVíga-Anders og vinir hans (og fáeinir óvinir líka) er eftir Jonas Jonasson höfund Gamlingjans sem skreið út um gluggann og Ólæsingjans sem kunni að reikna.

Jonas Jonasson skrifar nútíma ævintýrasögur þar sem allt getur gerst.

Þetta er farsakenndar bækur sem fá fólk annað hvort til að engjast um af hlátri eða pirra sig yfir þessum vitleysisgangi. Víga-Anders er einmitt svona bók.

VigaAndresogvinirhansPer Persson er móttökustjóri á frekar ólánslegu hóteli, presturinn Johanna Kjellander er burtrekin frá prestakalli sínu eftir þrumuræðu úr prédikunarstól og svo er það Víga-Anders sjálfur, ólánssamur morðingi sem ekki ætlar aftur í fangelsi en kann fátt annað en lemja menn eða drepa.

Þegar svona ólíkt tríó fer að vinna saman þá er ekki á góðu von. Þau hafa auga fyrir peningum en það eru ekki endilega þeirra peningar og það líður ekki á löngu þar til allskonar ribbaldalýður er farinn að elta vini okkar um landið.

Þetta er farsakennd bók og skrifuð í ólíkindastíl þar sem allt getur gerst og gert er grín að öllu. Hinsvegar er ákveðin ádeila í sögunni á peningafíkn og hversu áköf við erum að trúa á eitthvað nýtt bara af því það er auglýst nógu mikið og að það sé gott fyrir mann. Nútímamaðurinn gengur oft ansi langt í átrúnaði á ýmislegt bull sem engin innistæða er fyrir. Þannig að mitt í farsanum eru umhugsunarefni um lífið og tilveruna og hvernig maður þarf að standa með sjálfum sér.

NIÐURSTAÐA:

Mér fannst þessi saga bara nokkuð skemmtileg en hún hefði mátt vera aðeins styttri, mér finnst hún aðeins líða fyrir lengdina. Það er þetta með bullsögur, þær ganga bara visst lengi en svo fær maður allt í einu nóg af ruglinu og hlakkar til að það klárist. Ég gef henni þrjár og hálfa stjörnu. Þetta er í raun skemmtileg saga en hefði eðli málsins samkvæmt mátt vera aðeins styttri.

3.5 out of 5 stars (3,5 / 5)

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest