Verndarenglarnir eftir Kristinu Ohlsson er bók sem passar fullkomnlega við lýsinguna á týpískum krimma.
Undanfarin ár hafa skandinavískir glæpasöguhöfundar unnið sér inn ákveðna sérstöðu í spennusagnaheiminum. Í vinsælustu bókunum snýst allt um að halda spennunni í taktföstu formi sem eykst þó alltaf jafnt og þétt, þannig að þó lesandinn taki vart eftir því stendur hann allt í einu yfir eldavélinni að elda kvöldmatinn og hann heldur ennþá á bókinni.
Verndarenglarnir var svo spennandi að undirrituð brenndi hvítlauksbrauðið til kaldra kola eitt kvöldið, spennufaktorinn náði einfaldlega yfirhöndinni og allt annað fékk að mæta afgangi.
Ef krimmar eins og Verndarenglarnir hafa eitt markmið þá er það að læsa lesandann inni og gera hann að spennufíkli; Kristinu Ohlsson tekst það með eindæmum vel, þrátt fyrir að fylgja formúlunni og breyta lítið út af vananum. Týpískt þarf ekki endilega alltaf að þýða fyrirsjáanlegt og eru Verndarenglanir gott dæmi um bók sem kemur sífellt á óvart þrátt fyrir að fylgja
Verndarenglarnir er klassískur spennutryllir sem hentar fullkomnlega fyrir lesendur sem vita hvað þeir vilja; spennu og áhugavert plott en gera annars ekki miklar kröfur.
Skemmtileg lesning og tilvalin bók til að taka með í bústaðinn, best er samt að gera hlé á lestrinum á meðan eldamennsku stendur, enda óþarfi að skemma grillmatinn þó bókin standist allar væntingar.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.