Ég er í bókaklúbbi sem heitir Lestrarfjelagið Skruddurnar, þar lesum við eina til tvær bækur á mánuði. Hittumst og tölum um hvernig við upplifðum bókina. Alltaf myndast skemmtilegar umræður og gaman að heyra hvernig við upplifum sömu bókina oft á tíðum á mismunandi hátt.
Við lásum Táknmál blómanna í síðasta mánuði og sú bók fékk góða dóma hjá okkur öllum. Bókin er um stelpu sem hefur flakkað frá einu fósturheimilinu á annað alla sína ævi. Þegar hún verður 18 ára verður hún sjálfráða og stendur algjörlega á sínum eigin fótum. Án allra tengsla, fjölskyldu, vina og með enga menntun.
Bókin er átakanleg því stelpan hefur upplifað algjöran einmanaleika. Er búin að búa sér til sinn eigin heim þar sem enginn nær til hennar tilfinningalega. Eins er bókin yndislega falleg því stelpan er með ástríðu fyrir blómum og hvað blómin þýða. Skemmtilegt er að lesa þýðingu blómanna og maður fær aðra sín á blóm eftir lesturinn.
Höfundurinn hefur sjálf tekið að sér mörg fósturbörn og ákvað að skrifa bók um heim þessara barna. Mæli algjörlega með þessari bók, falleg og tilfinningaleg bók um kaldan raunveruleika þeirra sem eru munaðarlaus.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.