Reykjavik
16 Mar, Saturday
1° C
TOP

BÆKUR: Svona á að elska – Leiðarvísir fyrir eldheita elskendur

svona2

Svona á að elska – leiðarvísir fyrir eldheita elskendur eftir Melissa Heckscher er sjóðheit bók með öllum þeim upplýsingum sem elskendur þurfa að vita og kunna

Bókin er skemmtilega uppsett með myndum og útskýringum á öllu sem viðkemur samböndum og hvernig maður á að koma sér í þau eða úr þeim. Allt frá því hvernig á að daðra, tæla til sín heitan elskhuga, binda bindishnúta, vinsælar stellingar og staðir til að krydda sambandið og hvernig á að klæða sig eftir mismunandi tilefnum.

Sumar af leiðbeiningunum eru algjörlega dásamlegar og geta kætt mann ótrúlega mikið. Þarna er farið um víðan völl og til dæmis minnst á hvernig á að búa til ætar nærbuxur handa sykurpúðanum þínum. Nákvæmar lýsingar á því hvernig hægt er að snyrta þitt eigið prívatsvæði..nú eða hans og dásamleg nöfn eru á mismunandi munstrum fyrir hárlínuna.

svona1

Eitt af ráðunum er hvernig er best að liggja í skeiða stellingunni en fólk á það til að liggja algjörlega í keng og halda að það sé hin vinsæla skeiðarstelling (að spúna). Annar aðilinn liggur allur skakkur þannig að hendurnar á viðkomandi verða algjörlega blóðlausar og nálardofi gerir vart við sig. Þá vill oft verða hálfgerð kaos í rúminu og allt fer í algjört rugl.

En eins og höfundurinn segir sjálfur þá eru einfaldar leiðbeiningar um 152 atriði í bókinni, sum siðsöm og önnur sjóðheit. Samt ekkert sem særir blygðunarkennd hjá fólki. Bara falleg og mörg ferlega skemmtileg ráð fyrir fólk á öllum aldri.

svona

Hver kannast ekki við fótadaður? En hefurðu prófað það?

Í bókinni finnurðu fullkomnar leiðbeiningar á þessu snilldar og leyndardómsfulla daðri því ef þú ætlar að prófa þá er nú betra að gera þetta rétt svo þú sparkir óvart ekki í einhvern viðkvæman blett hjá karlmanninum. Það gæti misskilist og endað á einhverjum vandræðagangi.

Bráðskondin og heit bók sem vert er að glugga í og prófa eitthvað af þeim fjölmörgu ráðum til að hressa aðeins upp á lífið og tilveruna og frábær tækifærisgjöf.

 

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.