Þekkir þú einhvern alvöru garðálf sem liggur með rassinn upp og nefið í beðinu frá því byrjar að vora og fram á haust?
Það geri ég og þessvegna langar mig að mæla með Stóru Garðabókinni sem var að koma aftur á markaðinn eftir að hafa verið ófáanleg lengi.
Stóra Garðabókin var fyrst gefin út árið 1996 en hér er um að ræða mikinn doðrant sem inniheldur ógrynni upplýsinga fyrir áhugafólk og garðrækt og garðyrkju. Bókin hentar bæði byrjendum og lengra komnum og er í raun alfræðirit sem hægt er að glugga í allann ársins hring.
Ræktaðu garðinn þinn
Stóra garðabókin er prýdd um 300o myndum sem útskýra bæði innihaldið og kveikja á nýjum hugmyndum tengdum garðræktinni. Í sérstökum myndaröðum er lögð áhersla á að kenna einföld en nauðsynleg tækniatriði og með hana að vopni má bæði endurbæta gamlan garð og skapa nýjan frá rótum!
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur ritstýrði verkinu og fékk til liðs við sig þrjátíu sérfræðinga sem lögðu til efni.
Fjallað er um öll svið garðræktar og garðagróðurs, svo sem tré og runna, blómplöntur, kryddjurtir og matjurtir, sem og skipulag garða, útbúnað og aðstæður til ræktunar.
Ef þú þekkir einhvern ástríðufullann garðálf sem á í raun allt (nema þessa bók) þá er hún tilvalin sem gjöf.
Hún hentar einnig öllum þeim sem eiga garð og langar að hlúa að honum með réttum aðferðum.
Bókin svarar flestum þeim spurningum sem kunna að vakna í kringum garðræktina en hana má kaupa HÉR á heimasíðu Forlagsins eða bara í næstu bókabúð.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.