Sigurbjörg Þrastardóttir höfundur bókarinnar Stekk er þekkt ljóðskáld sinnar kynslóðar og hefur meðal annars verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009.
Í ár gefur Sigurbjörg út bókina Stekk sem fjallar um unga konu að nafni Alexandra Flask sem býr í Barselóna vegna náms sem hún stundar. Alexandra sér lífið frá mjög heimspekilegu sjónarhorni og fróðlegt er að lesa sig í gegnum bókina og velta fyrir sér mörgum setningum sem settar eru fram.
Í upphafi fannst mér bókin mjög heillandi, sérstaklega heimspekilegu pælingarnar og má segja að bókin sé frekar hnyttin og spaugileg þrátt fyrir frekar alvarlegt sögusvið þegar líða tekur á hana.
Mér fannst aftur á móti sagan mega vera aðeins styttri, en ég fór að missa þráðinn þegar líða tók vel á og flaug ég um í lausu lofti í lok hennar þar sem endirinn var ekki alveg á þá leið sem ég bjóst við og í hreinskilni sagt skyldi almennilega.
Þau sem hafa áhuga á heimspekilegum bókin munu hafa gaman af þessari bók þar sem hún veltir steinum sem margt býr undir og gaman er að kryfja
-Svo er hún einnig frekar blátt áfram og laus við yfirborðsmennsku og feimni.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.