Sækið ljósuna eftir Jennifer Worth er fyrsta vinsæla skáldsagan sem skrifuð hefur verið um ljósmæður og störf þeirra en ótal margar bækur hafa verið skrifaðar um lækna og hjúkrunastörf.
Söguna segir Jennifer Worth sem starfaði sem ljósmóðir í austur hluta London eða fátækrahverfinu á sjötta áratug síðustu aldar en Sækið ljósuna er fyrsta bókin af þremur um ljósmæðrastörf Jennifer á þessum árum.
Fátækrablokkirnar voru með rennandi köldu vatni og klósetti en áður voru kamrar fyrir utan hverja blokk sem allir íbúar blokkarinnar notuðu saman.
Sýklarnir, rotturnar og lýsnar voru allsstaðar og enginn var óhultur fyrir þessum ógeðinskvikindum.
Á sjöunda tug síðustu aldar voru blokkirnar taldar óíbúðahæfar en samt bjó fólk þar áfram í um 20 ár eða þar til húsin voru rifin niður.
Meðan fólkið bjó í við þetta ástand í 20 ár í blokkunum enda var enga þjónustu að fá frá bænum. Engin sorpþjónusta eða önnur þjónusta sem við teljum svo sjálfsögð í dag. Ruslið safnaðist saman úti á götum og í görðum og safnaðist þar upp svo lyktin sveif yfir hverfinu. Stórar fjölskyldur hýrðust í litlum sóðalegum herbergjum og áttu varla ofan í sig eða á.
Í bókinni eru mjög góðar lýsingar á lífinu í austur hlutanum þessi árin.
Ljósmæðurnar bjuggu í Nonnastatusarhúsi hjá nunnunum og sáu um allt sem viðkemur fæðingu barna eða heimafæðingum. Fjölskyldurnar voru mjög misjafnar og mikil stéttarskipting er áberandi í bókinni. Fátækt, drykkja og barsmíðar voru daglegt brauð. Ómagahælin voru þau allra verstu en þar endaði fólk sem átti ekkert eftir, ef fólk lenti þar inni var lífið eiginlega bara búið ef svo má segja. Börnin voru tekin af þeim og sett í aðra álmu og mæðurnar sáu þau aldrei aftur. Flest af þeim lifðu vistunina ekki af. Mjög kaldur og ógeðfelldur raunveruleiki þeirra sem áttu ekkert og gátu ekki leitað til neins.
Örlög og afdrif
Lesturinn fær mann til að hugsa um örlög og afdrif fólks, hversu erfitt lífið getur verið, fátækraheimili voru vissulega starfrækt hér á landi líka þó þau voru ekki kölluð ómagaheimili. Margar einstæðar mæður höfðu hreinlega ekki efni á að gefa börnum sínum að borða svo eina úrræðið var að senda þau á heimili út á landi. Því síðasta var lokað árið 1973 svo það er ekki ýkja langt síðan það var.
En aftur að bókinni…
Persónurnar lifna við
Bókin lýsir lífi marga fjölskyldna sem ljósmæðurnar heimsækja og kynnast. Persónurnar hreinlega lifna við í frásögn Jennifer og kippa manni beint inn í fátækrablokk í Austur London árið 1963 þar sem ekkert vatn var að fá nema í brunni í kjallara hússins. Konurnar fóru með vatn í fötu á milli hæða. Börnin gengu eingöngu í víðum bolum svo mæðurnar þyrftu ekki að þrífa buxur þeirra á meðan þau kunnu ekki á klósettið. Einn kamar var úti fyrir alla blokkina og þar óð fólk yfir mannaskít og viðbjóð til að létta á sér. Verulega ógeðsleg tilhugsun en svona var þetta ekki fyrir svo mörgum árum!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xZXVPPVbhMo[/youtube]
Mannsal var algengt á þessum árum, eins og í dag, og heilu melluhverfin stækkuðu með degi hverjum í þessu sorglega hverfi. Þeir sem voru svo óheppnir að búa þarna gátu varla stigið út fyrir hússins dyr á daginn fyrir melludólgunum og á nóttunni var hávaðinn og lætin svo mikil að fólk svaf ekki.
Þvílíkt líf!
Bókin fékk mig til að hugsa um lífsgildi okkar og gæði. Hvernig höfundurinn nær að segja frá heimilisaðstæðum ýmissa fjölskyldna á ótrúlegan hátt. Persónurnar lifna hreinlega við og fá mann til að skilja það, fordómar minnka og maður fær samúð með fólkinu. Nunnurnar eru líka algjörlega dásamlegar, mjög nútímalegar á miðað við það sem maður heldur um nunnur!
Á RUV eru þættirnir sem BBC framleiðir eftir bókunum sýndir á sunnudögum og skila þeir frábæru verki! Því persónurnar og umhverfið lýsir lífinu á þessum tímum vel. Sjálf byrjaði ég að horfa á þessa þætti eftir að ég las bókina og ég er algjörlega heilluð.
Kaldur raunveruleiki, sterkar persónulýsingar og hressilegur húmor inn á milli lýsa þessari bók ágætlega, mæli með henni og gef henni fjórar stjörnur!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.