Bókin Óliver fjallar um lítinn dreng sem er dálítið skrítinn, en hann brallar nú samt ýmislegt á daginn og lendir í ævintýrum í kjölfarið.
Óliver leikur sér mikið með brúðurnar sínar, uppstoppuð dýr og önnur leikföng en nýtur samt sem áður einveru sinnar. Óliver er með ríkt ímyndunarafl og eru dagarnir aldrei leiðinlegir hjá Óliver þrátt fyrir að eiga enga vini.
En þegar tennisboltinn hans rúllar yfir grasið og til stúlku í næsta húsi uppgötvar Óliver að það er gaman að eiga annarsskonar félaga en brúður!
Höfundur bókarinnar er Birgitta Sif en hún fæddist á Íslandi og ólst upp meðal annars i Skandinavíu og Bandaríkjunum.
Birgitta lauka mastersnámi í myndskreytingu barnabóka í frá Cambridge School of Art í Bretlandi þar en hún býr í London. Bókin Óliver kom út í þessum mánuði.
Bókin Óliver er fyrir börn frá þriggja ára aldri – mjög falleg og ljúf lítil saga um vináttu og ævintýri.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.