Nú geta aðdáendur Bridget Jones tekið hátt gleðihopp því þriðja bókin er væntanleg í haust!
Bókin á að heita “Mad about the boy”. Sjálf get ég varla beðið því Bridget hefur komið mér oftar í gott skap en margt annað en 14 ár eru liðin frá því að fyrsta bókin um hana kom út eða árið 1996, seinni bókin kom svo árið 1999.
Nýja bókin “Mad about the boy” mun lýsa algjörlega nýjum kafla í lífi Bridget – en það eina sem höfundurinn Ms.Fielding vildi segja um hina væntanlegu bók – spenna spenna!!
Svo í tilefni nýrra bókar ætla ég að rifja nokkur klassísk atriði upp úr myndunum tveimur sem þegar hafa verið gerðar eftir bókunum um hina óviðjafnarlegu Bridget Jones, ástina í hennar lífi, vinina og að ógleymdum foreldrum hennar.
All by my self…dont wanna be…all by my self! Eitt fyndnasta atriði ever! Ein og döpur í flennel náttfötunum sínum, með ísfötuna og áfengisflöskuna sér við hlið – ekkert deit nálægt og allt glatað!
Grímupartýið sem breyttist á síðustu stundu, en það gleymdist að láta Bridget vita!
Nauðsynlegt að mati Bridgetar að eiga einar góðar ömmubuxur til að halda öllu skvabbi á sínum stað… svona rétt á meðan deitinu stendur… en þá má líka ekki fara heim með gaurnum á eftir – eða hvað gerir Bridget?
Afrakstur eldamennsku hennar…
Fréttamaðurinn Bridget gerir frétt um slökkviliðsmenn og veður fréttin dásamleg út af algjörri óheppni hennar sjálfrar og stóra rassinum sem hlunkaðist niður súluna á ógnar hraða
Bridget Jones er nútímakona, frekar óheppin eða öllu heldur seinheppin. Langar að grennast, hætta að reykja, borða minna, drekka minna, hætta að daðra við yfirmann sinn og fara í ræktina allavegna þrisvar í viku. Til þess að komast í gegnum þetta allt saman þá skrifar hún allt niður í dagbókina sína. Allt um ástina, lífið, vinina og fjölskylduna í dásamlegri bók um Bridget Jones.
Sú nýja verður eflaust ekki síðri en þær tvær sem komu á undan – sjálf get ég ekki beðið af spennu – þetta verður eitthvað!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.