Það er ekki skrítið að bókin Minning um óhreinan Engil eftir Henning Mankell (höf. Vallander bókanna) sé í þremur efstu sætunum hjá Forlaginu á metsölulistanum
Bókin er hrífandi, tilfinningsöm, kemur manni til að hugsa og hún situr eftir í huga manns þegar lestrinum er lokið.
Sagan fjallar um hina ungu Hönnu Lundmark sem lætur sig hverfa af sænsku skipi þegar það leggur að bryggju við stóran bæ í Portúgölsku Austur-Afríku eftir að eiginmaður hennar til skamms tíma deyr um borð.
Hanna fylgist með hvernig eiginmaður hennar er látinn sökkva í sæ (1935m) og getur ekki hugsað sér að vera mínútunni lengur út á hafi og flýr hún skipið og lætur engann vita. Hanna leitar sér að gistingar á hóteli sem reynist vera vændishús án hennar vitundar en stuttu seinna verður hún mikið veik á hótelinu og fær hún umönnun og hjúkrun frá vændiskonum hótelsins ásamt því að eigandi hússins sýnir henni ákveðna umhyggjur sem gerir það að verkum að hún ílengist á vændishúsinu og að lokum eignast húsið.
Sagan gerist rétt eftir aldamótin 1900 þegar miklir fordómar ríktu á milli hvítra og svartra en Hanna reynir eftir fremsta megni að finna sig í báðum hópum. Þetta tekst ekki vel þar sem fordómarnir koma frá báðum hliðum og má segja að hún eigi heima í hvorugum hópnum þar sem hún er með annan þankagang en þeir sem búa á staðnum sama hvort um er að ræða svarta eða hvíta.
Mér finnst sagan sýna réttilegt eðli mannsins, hvað við stjórnumst oft af hópnum og við förum að haga okkur eins og hann þó það sé gegn þeirri lífsýn sem maður trúir á. Einnig hversu manneskjan getur breyst á yfirborðinu þegar hún fær völd og vill falla inn í hóp sem henni finnst hún eiga að tilheyra. En sagan sýnir jafnframt hvað það að erfitt er að breyta þínu grunnsjálfi sama hvernig samfélagið hagar sér í kringum þig og ætlast til að þú hagir þér og sumt er þannig að maður berst fyrir þeim sem minna má sín sama hvaða hópi hann eða hún tilheyrir.
Ég mæli heilshugar með þessari bók, hún kom mér til að hugsa og það var nokkrum sinnum sem sögufléttan kom mér virkilega á óvart sem gerir bækur alltaf áhugaverðari.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.