Bækur: Þrjár bestu bækurnar 2015

Bækur: Þrjár bestu bækurnar 2015

feature

Það er við hæfi í upphafi árs að skoða aðeins líðandi ár. Á síðasta ári birtust 37 ritdómar eftir mig hér á Pjatt.is.

Um er að ræða allskonar bækur, sumar fínar, aðrar rétt í meðallagi og svo þær sem mér fannst hreinlega frábærar. Ég nenni ekki að velta mér upp úr þessum leiðinlegu en verð þó að viðurkenna að með árunum hef ég minni þolinmæði fyrir þeim og kýs að verja mínum tíma í eitthvað annað. Hér áður fyrr kláraði ég alltaf bækur sem ég byrjaði á, sama hversu leiðinleg mér fannst hún. Í dag er ég  farin að meta tíma minn betur og legg þær hiklaust frá mér ef ég næ ekki sambandi við þær.

Nokkrar bækur standa klárlega upp úr þessum 37 bókum að mínu mati. Ég ætla að nefna  þær þrjár sem mér fannst bestar. Þær eru ekki í röð, til þess eru þær of ólíkar. Þarna er unglingabók, bók með sagnfræðilegu íNadarstundvafi og spennusaga.  Mér finnst því ekki hægt að setja þær í neina röð, heldur finnst mér þetta einfaldlega þær sem skara fram úr bókastaflanum mínum fyrir síðasta ár.

Náðarstund eftir Hannah Kent er saga sem fjallar um þekktan atburð í Íslandssögunni.

Bókin, sem kom út í árslok 2014, fjallar um síðustu mánuðina í lífi Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin árið 1829 fyrir aðild að morðunum á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. 

Ég hefði gefið þessari bók meira en fimm stjörnur ef ég hefði getað.

Alveg ótrúleg lýsing á lífi fólks á Íslandi á þessum tíma. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er skáldverk en lýsingarnar voru samt þannig að ég mér fannst ég finn lyktina og ömurlegheitin og fátæktina. Ef þú ætlar bara að lesa eina bók í ár, þá er þetta bókin sem ég mæli með.

________________________________________________________

EleanorogParkEleanor og Park eftir Rainbow Rowell er í flokki „Young Adult“ bóka.

Hún fjallar um óvænta vináttu nýju stúlkunnar í skólanum og drengs af asískum ættum. Bakgrunnur þeirra er ólíkur.

Hún kemur frá brotnu heimili þar sem allt er meira eða minna í rúst, hann kemur frá heimili þar sem allt er á slétt og fellt á yfirborðinu. Held að þessi bók hafi komið mér einna mest á óvart af þeim sem ég las. Ég átti ekki von á svona gullmola.

___________________________________________________________

Alex eftir Pierre Lemaitre er klárlega spennusaga ársins að mínu mati.

AlexHún fjallar um unga konu sem er rænt af götunni samkvæmt vitni en enginn stígur fram og saknar hennar. Lögreglan leitar því að einhverri sem enginn saknar og enginn veit hver er.

Ég var smástund að komast inn í frásagnarstílinn því hann er mjög ólíkur hinum hefðbundnu spennusögum, sérstaklega þessum skandinavísku.

En þegar ég náði stílnum þá sogaðist ég inn í ótrúlega frásögn og ég verð að viðurkenna að ég bíð eftir næstu þýðingu eftir þennan höfund (hann er franskur og ég treysti mér ekki alveg í frumútgáfu).

Ég hlakka til að byrja bókaárið 2016. Það eru margar bækur sem bíða og staflinn á náttborðinu virðist alltaf vera sá sami, sama hversu mikið er lesið.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest