
Mamma segir eftir Stine Pilgaard er ekki stór og mikil bók en hún er bráðskemmtileg. Hún fjallar um stúlku í ástarsorg og stórkostlega foreldra hennar. Efnið er kannski ekki skemmtiefni en það er sett fram á skemmtilegan hátt.
Samræður milli söguhetjunnar og pabba hennar annars vegar og hennar og mömmunnar hinsvegar eru stórskemmtilegar. Þau tækla ástarsorgina hvort á sinn hátt og reyna að styðja hana en hún vill ekki mikinn stuðning heldur fá að velta sér aðeins upp úr sorginni.
Mamma hennar reynir að draga hana út og fara í sumarbústað meðan pabbinn spilar á spil og hlustar. Það eru fleiri persónur í bókinni og þær eru mjög kómískar þó þær taki ekki mikið pláss. T.d. ellihrum amma vinkonu hennar sem er á laun skotin í prestinum föðurnum.
Það er ekki mikið hægt að skrifa um hana án þess að skemma söguþráðinn en ég mæli með henni og gef henni 3 stjörnur.
[usr 3,0]
Hér er hægt að lesa smá hluta úr sögunni á Issue.com
Anna Kristín Halldórsdóttir er með fimm háskólagráður (án gríns) og hefur m.a áhuga á ljósmyndum, tölvum, fötum og bókum. Hún býr í Hafnarfirði ásamt yndislegri dóttur sem fædd er í Kína og hressum hundi sem elskar útiveru.