Vaka Helgafell gaf nú út á dögunum stórkostlega ljósmyndabók sem ber heitið Stafræn Ljósmyndun – Skref fyrir skref og er skrifuð af Tom Ang, margverðlaunuðum ljósmyndara, þáttastjórnanda og metsöluhöfundar.
Í bókinni er farið í meðal annars í gegnum fyrstu skrefin í ljósmyndun, vald á ljósmyndatækni, hvernig breyta myndun, endubæta myndir og má sjá yfir 1000 ljósmyndir eftir Tom Ang þegar farið er í gegnum kennsluna í bókinni.
Það sem mér þykir einstaklega sniðugt við bókina er að lesandinn fær verkefni til að leysa ásamt því að uppflettiorð fyrir google eru sett fyrir neðan verkefnin ef maður hefur áhuga á að leita sér meiri þekkingar.
Einnig eru “Vissir þú” upplýsingabox hér og þar um bókina sem gerir það að verkum að maður tekur hana upp og gluggar í hana í staðin fyrir að lesa hana endilega frá A – Ö.
Stafræn ljósmyndun skref fyrir skref er fróðleg og áhugaverð bók fyrir alla þá sem hafa gaman að ljósmyndun!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.