Höfundurinn Sólveig Pálsdóttir er leikari og framhaldsskólakennari og þetta er hennar fyrsta bók.
Ég las hana í einum rykk, þvílík spenna og atburðarásin lífleg og fjörug. Bókin lýsir siðleysi á góðan hátt og er bara mögnuð að mínu mati.
Sagan fjallar um Öldu sem er leikmunahönnuður. Aðalleikarinn í myndinni sem hún er að vinna að dettur niður dauður í lokaatriði myndarinnar. Við tekur mikil rannsókn á dularfullu andláti hans og gamall fjölskylduharmleikur kemur upp á yfirborðið. Leyndarmál fortíðarinnar koma fram í dagsljósið og halda manni í mikilli spennu.
Persónur bókarinnar eru mjög vel settar upp og getur maður séð karakterana vel fyrir sér í íslensku þjóðlífi.
Mæli algjörlega með þessari bók ef þig langar til að lesa alvöru sálfræðikrimma. Vel skrifuð, áhugaverð atburðarás og einstaklega spennandi!
Frábær frumraun hjá höfundi. Hlakka til að lesa meira eftir hana!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.