Mikið óskaplega varð ég hrifin af gjafaöskunum og bókunum um Bollakökur og Konfekt.
Öskjurnar tvær innihalda bollaköku- og konfektuppskriftir sem eru báðar settar upp í fimmtán skrefum sem gerir grunninn að uppskriftunum einstaklega einfaldan og er auðvelt er að fá hugmyndir út frá uppskriftunum í bókinni þegar tilraunarkokkurinn kemur í heimsókn.
Ekki nóg með það… Uppskriftirnar eru vægast sagt girnilegar og með þeim fylgja lítil sæt silikonform sem eru fjölnota þannig að það eina sem þarf að gera er að kaupa hráefnið og byrja að baka eða búa til konfekt.
Hver fellur ekki fyrir í Konfekt bókinni!? Fullkominn fyrir jólin!
Í konfekt bókinni finnurðu allskonar girnilega uppskriftir. Til dæmis að konfekti úr dökku súkkulaði með appelsínuberki, þú finnur uppskrift að Hnetudraumi, dökku súkkulaði með kirsiberjum og molum með rommi og rúsínum. Namm namm namm!
Í Bollakökubókinni eru allskonar uppskriftir líka – Bláberjabollakökur, jarðaberjabollakökur, bollakökur með saltaðri karamellu og bollakökur með sítrónukremi…
Það er allavegana komið á jólakökulistann minn að gera eitthvað upp úr þessum bókum, það er alveg á hreinu og hver veit nema ég taki myndir og pósti á Pjattinu þér til unaðar að njóta með augunum 😉
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.