Kristín Eiríksdóttir sendir frá sér fyrir jólin 2012 sína fyrstu skáldsögu sem ber heitið Hvítfeld – Fjölskyldusaga, en á eftirminnilegan hátt skrifaði Kristín árið 2012 smásagnarsafnið Doris Deyr og kom það henni á kortið sem rithöfundi.
Bókin Hvítfeld – Fjölskyldusaga fjallar um að mestum hluta um Jennu Hvítfeld en hún hefur látið fjölskylduna á Íslandi halda að hún sé að meika það í Ameríkunni með gáfum sínum og útliti.
Við fáum einnig að kynnast fjölskyldu hennar ásamt bakgrunni og í leiðinni fáum við dýpri skilning hvaðan Jenna kemur og hvers vegna fjölskylduvandamálin eru eins og þau eru.
Ég myndi segja að sagan höfði til fólks sem hefur gaman af því að lesa bækur um fjöskyldur, sem kemur kannski ekki á óvart þar sem bókin ber titilinn Hvítfeld – Fjölskyldusaga.
Við fáum að kynnast svikum og prettum, uppgjöri, systkynaríg og fleiri uppákomum sem eru oft í fjölskyldum án þess að við vitum nokkuð um það.
Bókin er flott innlegg í jólabókaflóðið og ágætis lestrarskemmtun sem fékk fyrirtaksdóma í Kiljunni síðustu.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.