Hugleikur Dagsson sendir í dag frá sér nýja bók, BestSellers, en í henni má finna nýjar útgáfur hans af kápum margra lykilverka heimsbókmenntanna, vitanlega í hans einstaka stíl.
Uppruna bókarinnar má rekja til bókamessunnar í Frankfurt 2013 en Félag íslenskra bókaútgefenda fól Hugleiki það verkefni að skreyta básinn sem félagið hélt úti.
Skemmst er frá því að segja að teikningarnar vöktu gríðarlega athygli og lýstu erlendir bókaútgefendur strax yfir áhuga á að gefa út verkið um leið og það kæmi út, sem og hefur verið raunin.
Efnistök í þessari nýjustu bók eru nokkuð kunnugleg aðdáendum Hugleiks; þar er meðal annars tæpt á áfengissýki, firringu, undarlegum kynhvötum og almennu ofbeldi – allt með hæfilegum skammti af notalegri kaldhæðni.
Káputexti bókarinnar:
„Are you one of those people who hasn´t read any books? Are you totally ignorant when it comes to Dickens or Austen or Dostoyevsky? Do you feel stupid when your friends discuss world literature? Well, this book will make you even stupider.
Icelandic cartoonist Hugleikur Dagsson scrutinizes classic book titles with childish humor in this rather unitellectual collection of silly drawings.“
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.