Nýlega var gefin út prjónabókin Hlýtt og mjúkt fyrir minnstu börnin eftir May B. Langhelle og er bókin skrifuð fyrir tilvonandi foreldra, ömmur og afa, vini og vinkonur, frænkur og frænda og alla aðra sem finnst gaman að prjóna fyrir minnstu börnin.
Þegar ég fletti í gegnum bókina hugsaði ég með mér að nú væri loksins búið að gera bók með öllu því sem manni langar að prjóna á nýfædd kríli og eru meðal annars uppskriftir af djöfulahúfu, sokkum, teppum, peysum og fleira.
Það sem mér þykir einnig jákvætt við þessa bók er að uppskriftirnir eru flestar kynlausar og er hægt að gera uppskriftirnar bæði fyrir stelpur jafn sem stráka en oft þykir mér halla á strákana í prjónabókum, en það gerir það ekki í þessari bók.
Bókin innheldur fræðslu fyrir þá sem eru byrjendur, kennir smáatriði eins og að gera kanta á teppi, blúndur og blóm en ásamt því fer höfundur í gegnum hvað þarf að hafa í huga þegar maður velur sér garn, hvernig er best að þvo flíkina og fleira.
Ef þú ert að leita að bók til að prjóna upp úr þá er þetta bókin, ekki spurning!
Hér má sjá sýnishorn úr bókinni.
[issuu width=420 height=219 backgroundColor=%23222222 documentId=120604161409-18e74997274649e6b883f3f02792ec6d name=hlytt_mjukt username=forlagid tag=born unit=px v=2]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.