Elskhuginn er ný bók eftir höfundinn Karl Fransson. Höfundurinn er íslenskur og hefur skrifað margar bækur og fengið ýmsar viðurkenningar fyrir bækur sínar en í þessu tilfelli valdi höfundur að koma fram undir dulnefni.
Bókin fjallar um Patrice sem er ungur maður í arkitektanámi í París. Patrice flutti ungur frá Íslandi með móður sinni og fá lesendur að kynnast hlið móður hans og örlítið um sögu hennar.
Kynlífslýsingarnar eru eldheitar en samt nokkuð dannaðar. Alls ekkert BDSM í gangi hérna heldur einungis eldheitir ástarfundir. Höfundurinn hefur greinilega ágætt vald á að lýsa losta og unaði á faglegan og smekklegan hátt.
Patrice vinnur í hlutastarfi á einu flottast hótelinu í París sem hlaupastrákur enda námið fokdýrt og hann þarf að gera allt í sínu valdi til að ná endum saman. Hann stendur einnig í forræðisdeilu við sína fyrrverandi varðandi dóttur þeirra en fyrrverandi konan hans er dóttir eins áhrifamesta manns í Frakklandi sem vill ráða örlögum dóttur sinnar og dótturdóttur, þannig að Patrice stendur í ströngu með að fá að hitta dóttur sína.
Jafnar sig á skilnaði og allt fer í gang
Það sem gerir bókina svona eldheita eru ástarmál Patrice. Eftir að hann jafnar sig á skilnaðnum við sína fyrrverandi hittir hann hina moldríku Mirabelle sem elskar ævintýri og lætur fátt stoppa sig í að fá það sem hún vill. Smátt og smátt falla enn fleiri konur fyrir Patrice og hann á fullt í fangi með að hugsa um allar þessar eldheitu konur í kringum sig. Konurnar eru allar mjög ólíkar en samt svakalega spennandi fyrir ungan stæltan og flottan mann eins og Patrice.
Kynlífslýsingarnar eru eldheitar en samt nokkuð dannaðar. Alls ekkert BDSM í gangi hérna heldur einungis eldheitir ástarfundir. Höfundurinn hefur greinilega ágætt vald á að lýsa losta og unaði á faglegan og smekklegan hátt.
Mig langar í meira!
Það eina sem ég get sett út á þessa bók er að fá ekki að vita meira um forræðisdeiluna og endirinn er þannig að maður getur vel ýmindað sér að framhald sé á næsta leiti. Ef svo er þá ætla ég að vera með þeim fyrstu að næla mér í hana því ég er alveg til í að lesa meira um þennan eldheita fola sem nær að kveikja svona innilega í hvaða konu sem er.
Funheit og falleg bók um gordjöss gaur, hans daglega líf og áhyggjur ásamt dassi af sveittum kynlífssenum. Hvað er skemmtilegra?
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.