Frönsk ungmenni geta farið að hlakka til því útgáfustjóri hjá forlaginu Bayard Jeunesse hefur fest kaup á útgáfuréttinum á hinni frumlegu og djúpvitru bók Bryndísar Björgvinsdóttur um fluguna sem stöðvaði stríðið.
Bayard er annað stærsta barnabókaforlag í Frakklandi og selur árlega um sex milljónir eintaka bóka sinna.
Þau hyggjast gefa bókina út senmma árs 2015 og dreifa henni um hinn frönskumælandi heim.
Flugan sem stöðvaði stríðið er merkileg saga sem tvinnar saman mikilvægan boðskap og dillandi skemmtilega frásögn. Bókin hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2011 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna.
Bryndís Björvinsdóttir er þjóðfræðingur að mennt og starfar m.a. við rannsóknarstörf og kennslu.
Við óskum henni Bryndísi til lukku með þennan áfanga og bíðum spenntar eftir fullorðinsbók frá henni!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.