Ógnarspennandi bók frá Jussis Adler-Olsen er komin út..
Við spennufíklarnir fögnum alltaf þegar góðar bækur koma út. Jussis Adler-Olsen er einn besti spennusagnarithöfundur Danmerkur. Hann hefur meðal annars skrifað bækurnar “Konan í búrinu” og “Veiðimennirnir” en þær eru á topp 10 listanum mínum yfir bestu spennusögur sem skrifaðar hafa verið!
Þess vegna var ég fljót að bregða undir mig betri fætinum og kaupa “Flöskuskeyti frá P” og verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Þvílík frásögn. Ógeðfellt lýsing á djöfli í mannsmynd sem rígheldur manni í spennu frá upphafi til enda.
Um bókina: Í deild Q hjá dönsku lögreglunni vinna Carl Morck og aðstoðarmenn hans. Þau fá málin sem rannsóknarlögreglan hefur ekki getað leyst. Oft á tíðum eru þetta eldgömul mál og nánast ómögulegt að leysa úr þeim. En Carl Morck, Rosa og Assad eru litríkir karakterar, mjög ólík en skemmtileg. Fá lesendur að kynnast persónuleikum þeirra og nánasta umhverfi á meðan þau leysa öll erfiðu málin.
Í bókinni kynnumst við manni sem fékk hart og ómennskulegt uppeldi. Foreldrar hans voru í sértrúarsöfnuði og hefur maðurinn óbeit á öllu fólki sem er í slíkum söfnuðum og gerir m.a. hvað hann getur til að stela og drepa börn safnaðarmeðlima.
Frásögnin fær hárin til að rísa á meðal hinum misskunarlausa morðingja er fylgt eftir. Hann virðist gjörsamlega tilfinningalaus og siðblindur. Honum er sama um allt og alla nema sjálfan sig. Deild Q fær flöskuskeyti í hendurnar sem í er bréf. Ákall á hjálp! Tveimur drengjum virðist hafa verið rænt á tíunda áratugnum og spurning er hvort flöskuskeytið er raunverulegt eða prakkarastrik barna?
Mæli algjörlega með þessari æsispennandi bók, hún heldur manni föstum við lesturinn frá upphafi til enda!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.