Þessi var spennandi! Augljóst að hún er gerð eftir höfund sem er frá Norðulöndunum þannig að ef manni líkar við norrænar frásagnir þá fyllir þessi bók algjörlega í þann farveg með sínum einstöku fléttum og snúningum.
ELDVITNIÐ er eftir höfundinn Kepler en sagan er þriðja bók höfundar þar sem hann skrifaði ennig bækurnar Dávaldurinn og Paganinisamninginn en þær hafa einnig verið gefnar út á íslensku. Það er reyndar eitt athyglisvert höfundinn Kepler en þetta höfundanafn hjónanna Alexanders og Alexöndru Ahndoril sem eru raunverulegu höfundar bókanna.
MORÐ Á STÚLKNAHEIMILI
Bókin fjallar um morð sem gerist á stúlkaheimili í Svíþjóð en nokkrum dögum síðar fær lögreglan símtal frá konu sem þykist vera með upplýsingar um morðið og vill frá greiðslu fyrir þrátt fyrir að vera ekki vitni af voðaverkunum.
Lögregluforinginn Joona Lind er algjörlega ráðþrota með morðin og koma margar sögupersónur fyrir í bókinni meðan við reynum að komast að því hvað raunverulega gerist. Reyndar fannst mér tímabili vera of mikið af sögupersónum en mér líka almennt betur bækur sem hafa færri persónur en fleiri.
Bókin endar í “cliffhanger” þannig að það getur vel verið að við fáum bók númer fjögur en svei mér þá ef þessi bók á ekki eftir að enda á hvíta tjaldinu einn daginn.
Hér er ‘trailer’ fyrir ELDVITNIÐ…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qjjLC6E9pB0[/youtube]
Bókin er í öðru sæti á vinsældarlista Forlagsins og hefur fengið góða dóma á vefnum.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.