Bókin Ár kattarins eftir Árna Þórarinsson er þrusugóð bók og á heima í jólabókaflóðinu með öllum hinum spennusögunum sem koma út til að tæta og trilla mann í spenningi þegar vetrarvindarfjúka með napurlegum þræsing.
Árni Þórarinsson hefur skrifað fjöldan allan af bókum, sjónvarps- og útvarpsþætti og hafa bækur hans verið þýddar á hin ýmsu tungumál.
Ár kattarins er áttunda bók Árna um hann Einar sem flækist inn í glæpamál en þrátt fyrir að vera beint framhald af bókinni Morgunengli þá kemur það ekki í veg fyrir að lesandinn njóti bókarinnar án þess að hafa lesið þá fyrri.
Í sögunni um Ár kattarins fáum við að fylgjast með Einari og félögum hans leysa óghugnanlegan hrekk sem gerist í brúðkaupi. Við fylgjumst líka með plotti um hvernig örlög Síðdegisblaðins þar sem Einar vinnur æxlast og eins og stendur a bókarkápunni. Ekki er allt sem sýnist – og kannski hreinlega ekkert?
Ár kattarins er bók sem þú ættir að lesa ef þú ert fyrir góðan krimma.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=lafrIeT1apI[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.