Bókin Að vera kona eftir Caitlin Moran kom mér skemmtilega á óvart. Caitlin Moran er femínisti og rekur hér eigin þroskasögu samhliða ýmsum baráttumálum kvenna. Bókin kom út árið 2011 í Bretlandi og sló samstundis í gegn.
Caitlin tekur á ýmsum málum og fléttar þau við sína ævi og mörg hver eru alveg ótrúlega fyndin. Lýsingarnar eru grafískar og það fer ekkert á milli mála hvaðan hún kemur. Frá því að vera feita stelpan úr barnmörgu fjölskyldunni yfir í það að vera landsþekkt fjölmiðlakona.
Ég hugsa að flestar konur geti samsamað sig við kaflana um hælaskóna og leitina að rétta brjóstahaldaranum. Flestar þekkjum við líka örvæntingarfulla leitina að réttu flíkinni fyrir viðburðinn sem við erum að fara að sækja og hvernig fyrsta spurningin sem poppar í hugann þegar við fáum boð um að mæta einhversstaðar „Í hverju á ég að vera?“.
Hún skrifar um fyrstu blæðingarnar, þörf kvenna til að raka sig hvaðan hún sé sprottin, brjóstin og leitina að góðum brjóstahaldara, femínsta og hvenær og hvernig hún uppgötvar að hún er öfgafemínisti (hennar orð): „Af hverju þarf ég, sem kona, endilega að vera almennileg við alla? Af hverju þurfa konur í ofanálag alltaf að vera „indælar“ og „styðja“ hver aðra undir öllum kringumstæðum?“. Hún skrifar líka um það hvernig það er að vera feitur unglingur og hvernig orðið „feitur“ sé orðið eitt neikvæðasta orðið sem við þekkjum og notum.
Þetta er skemmtileg bók full af skemmtilegum uppákomum og fyndnum samlíkingum. Persónulega fannst mér fyrri parturinn skemmtilegri en það er auðvitað smekksatriði. Í seinni hlutanum er hún ekki eins persónuleg þó hún dragi fram ákveðin atriði úr sínu lífi og beri þau saman við ýmislegt sem gerist í þjóðfélaginu.
Ég hugsa að flestar konur geti samsamað sig við kaflana um hælaskóna og leitina að rétta brjóstahaldaranum. Flestar þekkjum við líka örvæntingarfulla leitina að réttu flíkinni fyrir viðburðinn sem við erum að fara að sækja og hvernig
fyrsta spurningin sem poppar í hugann þegar við fáum boð um að mæta einhversstaðar „Í hverju á ég að vera?“.
Ég segi fyrir mig að ég gat alla vega séð mig í þessum sporum og gat hlegið af þessum lýsingum. Hún fer líka inn á viðkvæmari málefni eins og fóstureyðingar og tabúið að ræða þau málefni.
Þetta er skemmtileg bók með alvarlegum undirtóni um efni sem skiptir okkur konur miklu máli, en þetta skiptir karla líka máli og ég tel nokkuð öruggt að þeir ættu að geta skemmt sér yfir þessari bók rétt eins og við konur.
Best væri samt ef bókin yrði til þess að einhverjir vöknuðu til meðvitundar um mikilvægi þess að kynin séu metin að verðleikum án þess að þurfa að standa í stöðugri baráttu um orð og athafnir.
[usr 3.5]Anna Kristín Halldórsdóttir er með fimm háskólagráður (án gríns) og hefur m.a áhuga á ljósmyndum, tölvum, fötum og bókum. Hún býr í Hafnarfirði ásamt yndislegri dóttur sem fædd er í Kína og hressum hundi sem elskar útiveru.