Miðvikudagurinn 21. október 2015 er sjálfur dagurinn sem Marty McFly (Michael J. Fox) flaug á silfurlituðum Delorean til framtíðar í kvikmyndinni Back To The Future II sem kom út árið 1989.
Í tilefni þess að í ár eru 30 ár frá því að fyrsta myndin var frumsýnd mun Bíó Paradís sýna allar þrjár Back To The Future myndirnar í röð, þennan sama dag. Margir hafa beðið spenntir eftir þessum degi og eru viðburðir tengdir honum haldnir þennan dag útum allan heim.
Viðburðurinn sjálfur hefst klukkan 16:29 (nákvæmlega sama tíma og Marty mætti til framtíðar) þar sem Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins mun halda fyrirlestur um tímaflakk, Ásgeir Ingólfsson les upp úr ljóðabók sinni Framtíðin auk þess sem Bíó Paradís mun umbreytast í þá framtíð sem sjá má í myndunum. Erum við að tala um nördafestival? Eh, JÁ!
Sýning myndanna hefst á slaginu 18:00:
Back to the Future sýnd kl 18:00,
Back to the Future II sýnd kl 20:30
Back to the Future III sýnd kl 22:30.
Miðaverð á myndirnar þrjár saman er 3000 kr og 1400 kr á staka mynd.
Daginn eftir eða föstudaginn 22. október mun Bíó Paradís taka til sýningar glænýju heimildamyndina Back in Time þar sem aðstandendur og aðdáendur Back to the Future trílógíunnar fara yfir farin veg síðustu 30 árin eftir að Marty fór aftur í tímann.
Be there or be square!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=qvsgGtivCgs[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.