Orðið „Awesome“ má þýða á marga vegu yfir á íslensku t.d. frábært, geðveikt, yndislegt og svo mætti áfram telja en persónulega finnst mér ekkert íslenskt orð jafnast á við orðið „awesome“.
Neil Pasricha er maðurinn á bakvið bloggið www.1000awesomethings.com og „The book of AWESOME“. Bókina fékk ég einmitt í afmælisgjöf núna fyrir stuttu.
Þetta er ótrúlega skemmtileg bók sem fær mann til að brosa. Bókin inniheldur helling af „awesome“ hlutum sem sýna okkur að það besta í lífinu er ókeypis. Þetta eru flest allt litlir hlutir sem við mögulega tökum ekki eftir, en þeir eru samt „awesome“!
Hérna eru nokkrir „awesome“ hlutir úr bókinni:
- – Að sjá löggu við hliðina á þér þegar þú ert að keyra, fá smá stresskast en áttar þig svo á að þú ert að keyra á löglegum hraða. AWESOME.
- – Þegar einhver lendir á hótelinu sem þú ert nýbúin að kaupa í Monopoly. AWESOME.
- – Að fatta að þú átt afmæli á föstudegi eða laugardegi á næsta ári. AWESOME.
- – Að laga raftæki með því að berja eða sparka í þau. AWESOME.
- – Að lenda á grænu ljósi oft í röð. AWESOME.
- – Þegar þú vaknar, lítur á vekjaraklukkuna og áttar þig á að þú getur enn sofið í nokkra klukkutíma í viðbót. AWESOME.
- – Augnablikið áður en þú nærð að leysa hnút sem þú ert búinn að reyna leysa lengi. AWESOME.
- – Að finna lyklana sína eftir langa leit. AWESOME.
- – Langt faðmlag frá einhverjum sem þú elskar þegar þú þarft virkilega á því að halda. AWESOME.
- – Læsa bílnum og þykjast keyra í burtu þegar vinur þinn ætlar að setjast uppí bílinn. AWESOME.
- – Adrenalín. AWESOME.
- – Að leysa deilur með „steinn – skæri – blað“. AWESOME.
- – Að finna pening í vasa á jakka sem þú notar sjaldan. AWESOME.
Það þarf ekki mikið til að líta örlítið bjartar á heiminn. Lærum að njóta litlu hlutanna.
Bókin fæst m.a í Eymundsson.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.