Hún Magnea vinkona mín hefur búið í London til margra ára. Ég var hjá henni síðast í september og þá sagði hún mér frá kremi sem Johnsons og Johnsons framleiðir en kremið heitir Aveeno og er víst óttalegt undralyf.
Dóttir hennar, sex ára, hafði alltaf verið með exem og svaka þurrkubletti en eftir að Magnea fór að bera á hana þetta Aveeno… samkvæmt ráði frá indverskum lækni, þá lagaðist stelpan.
Sjálf notar Magnea þetta reglulega og þegar hún kom hérna um daginn þá gaf hún mér túbu af þessu.
Á umbúðunum er manni lofað raka í 24 tíma. Ég hef prófað að bera þetta á mig og árangurinn er mjög góður. Þetta er í alla staði þægilegur og góður áburður. Mér skilst að uppistaðan í þessu séu hafrar, en þeir eru jú notaðir í ansi margar húðvörur. Hef notað kremið áður en ég fer upp í rúm og eftir sturtuna undir farða. Bæði jafn fínt. Ég er allavega slétt og góð og ekkert vesen á húðinni.
En viti menn… svo var ég á vappinu í Hagkaup í gærmorgun og þá sá ég að þessar Aveeno vörur eru til hér á skeri. Allavega Body Lotion og ég keypti eina túbu sem er ætluð börnum.
Það stendur að þetta kremi rói litla unga með góðri lykt svo ég opnaði brúsann og þefaði. Mmmmm nammmmmmmm… Vanilla og Lavender. Deffinatlí á top tíu lista nefsins og túban á eitthvað um 800 kall.
Ég rauk heim með þetta, stökk undir sturtuna og setti svo á mig eftir baðið með frábærum árangri.
Það er unaðsleg lykt af þessu.
Svo setti ég þetta á litlu stelpuna mína eftir baðið hennar í gær og hún svona líka hæst ánægð enda sjálf með þurra húð. Hún skreið undir sængina sína angandi af lavender og vanillu og sofnaði inn í einhvern dýsætan draumaheim.
Aveeno is here to stay.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.