Una Dögg

Una Dögg Gudmundsdòttir er 28 àra Seltirningur sem býr nú í Vesturbæ ásamt eiginmanni og tveimur dætrum, 7 og 2 ára. Una Dögg lauk BA prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, en verandi pjattrófa inn að beini hefur hún einnig lært nagla og förðunarfræði. Una elskar að baka og elda en henni finnst best að hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og auðvitað dásamlega góðar.

Una Dögg

Lakkrístoppar með karamellu & sjávarsalti

Ég ákvað að prófa eitthvað aðeins nýtt hráefni í lakkrístoppana í ár og setti nýja rjómasúkkulaðið frá Nóa Síríus saman við en það inniheldur karamellukurl og sjávarsalt. Þetta hljómar ekki bara vel heldur smakkast þetta rosalega vel. Lakkrístoppar eru algjörlega ómótstæðilegt jólasælgæti og svona eru þeir aðeins öðruvísi og alveg dásamlega góðir. Innihald: 1. 3 …

Lakkrístoppar með karamellu & sjávarsalti Lesa færslu »

Einfaldar og unaðslegar Sörur fyrir jólin!

Hinar dásamlegu Sörur eru ómissandi á mínu heimili fyrir jólin og þarf ég oft að henda í fleiri en eina uppskrift þegar líður á desember mánuð. Við vinkona mín höfum haft það að jólahefð að baka saman Sörur og kemur það manni svo sannarlega í jólaskap. Hér er fullkomin uppskrift að Sörum fyrir jólin, alls ekki …

Einfaldar og unaðslegar Sörur fyrir jólin! Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Heit og kósý kanilkaka með sunnudagskaffinu

Mér þykir þessi kanilkaka einstaklega góð og er hún mjög einföld, tilvalið að baka eina slíka köku með sunnudagskaffinu. Það gerist ekki meira kósý á svona degi en að fá sér heita kanilköku og gott kaffi á góðum sunnudegi ! Innihald : 150gr smjör 2dl sykur 2 egg 2 msk kanill 1/2 tsk salt 2 …

UPPSKRIFT: Heit og kósý kanilkaka með sunnudagskaffinu Lesa færslu »

Barnaföt: Nýjar og fallegar úlpur frá íslenska merkinu Ígló og Indí

Íslenska barnafatamerkið Ígló og Indí hefur nú hafið sölu á æðislegum útivistarfatnaði, bæði á regngöllum og úlpum. Ég hef lengi vel verið mikill aðdáandi þessa fatamerkis og verð ég að segja að ég var virkilega ánægð þegar ég sá þessar útivistarflíkur frá þeim. Ég var ekki lengi að klæða stelpurnar mínar í úlpurnar frá þeim, þær …

Barnaföt: Nýjar og fallegar úlpur frá íslenska merkinu Ígló og Indí Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Súkkulaðimúffur með bláberjum og hvítu súkkulaði!

Ég hef aðeins verið að þróa mínar eigin uppskriftir og prófaði ég þessar súkkulaðimúffur um daginn. Múffurnar heppnuðust frábærlega og verð ég að láta það fylgja með að hér sátu nokkrar 8 ára skólastelpur sem smökkuðu múffurnar til þar til að þær urðu fullkomnar. Ég verð að segja að ég er alveg sammála stelpunum, þær …

UPPSKRIFT: Súkkulaðimúffur með bláberjum og hvítu súkkulaði! Lesa færslu »

BÖRNIN: Fallegar og vandaðar vörur í nýrri barnavöruverslun!

Askja Boutique er nýtt fyrirtæki á íslandi sem sérhæfir sig í fallegum, vönduðum fatnaði fyrir börn sem og æðislegum vörum í barnahergi. Mæðgurnar Alexandra Jónsdóttir og Sigríður Ólafsson áttu sér alltaf þann draum að vinna saman að einhverju flottu verkefni og úr varð stofnun vefversluninnar Askja Boutique. Stefnan var sett á að bjóða foreldrum að …

BÖRNIN: Fallegar og vandaðar vörur í nýrri barnavöruverslun! Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Fljótlegt heilsubrauð sem er gott fyrir meltinguna

Hérna kemur uppskrift að góðu heilsubrauði, það tekur stutta stund að útbúa þetta brauð og er það alltaf jafn vinsælt á mínu heimili. Brauðið inniheldur hin ýmsu fræ og er því óskaplega gott fyrir orkuna og meltinguna. Innihald: 4 dl spelt (fínt eða gróft ) 1 msk vínsteinslyftiduft 2 dl fimmkornablanda 1 dl haframjöl 1 …

UPPSKRIFT: Fljótlegt heilsubrauð sem er gott fyrir meltinguna Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Himneskar bollakökur með Dumle karamellukremi

Hver elskar ekki Dumble karamellur? Og hver elskar ekki bollakökur? Hér kemur uppskrift að gómsætum súkkulaði bollakökum með Dumble kremi. Ég mæli með að allir prófi þessa uppskrift, þar sem þetta er ein sú allra besta sem ég hef smakkað! INNIHALD 2 dl hveiti 1,5 dl sykur 6 msk bökunarkakó 1 tsk salt 1 tsk …

UPPSKRIFT: Himneskar bollakökur með Dumle karamellukremi Lesa færslu »

Uppskrift: Undursamlegar mini-cupcakes fyrir minni tilefni, eða stærri!

Cupcakes eða bollakökur hafa lengi vel verið vinsælar í afmælum og veislum almennt. Mér finnst sniðugt að gera aðeins fleiri kökur en minni, þar sem að sérstaklega börnum þykir kremið bara gott og skilja gjarnan kökurnar sjálfar eftir. Hérna kemur uppskrift að einföldum og góðum súkkulaði cupcakes með dásamlegu smjörkremi sem hittir alltaf í mark. Cupcakes …

Uppskrift: Undursamlegar mini-cupcakes fyrir minni tilefni, eða stærri! Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Hið fullkomna sunnudagskaffi og íslenskar pönnukökur

Það er svo yndislegt að geta gefið sér smá tíma saman með fjölskyldunni á sunnudögum, setjast niður saman og spjalla um atburði liðinnar viku. Á mínu heimili eru gjarnan bakaðar pönnukökur á sunnudögum. Okkur finnst þær alltaf jafn góðar og svo finnst okkur gaman að prófa að setja mismunandi álegg á þær. Hvort sem það …

UPPSKRIFT: Hið fullkomna sunnudagskaffi og íslenskar pönnukökur Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Fljótleg möndlukaka með sítrónuglassúr!

Hér kemur uppskrift að fljótlegri og bragðgóðri möndluköku sem er fullkomin með helgarkaffinu. Þessi kaka tekur enga stund og ekki skemmir fyrir að hráefnin í hana á maður gjarnan til fyrir. Möndlukaka: 2 Egg 1 1/2 dl. Sykur 1 3/4 dl. Hveiti 1 tsk Lyftiduft 100 gr Brætt smjör eða smjörlíki 2 tsk Möndludropar Glassúr: …

UPPSKRIFT: Fljótleg möndlukaka með sítrónuglassúr! Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Kókos og grænmetissúpa og yndislegar heilsubollur!

Mér finnst fátt notalegra en að fá mér góða grænmetissúpu og heitar brauðbollur. Þessi súpa er holl, bragðgóð og tekur enga stund að matreiða hana. Hollustu bollurnar eru enn einfaldari í framkvæmd. Heilsusúpa (miða við 4-5 fullorðna) Innihald: 1.stk púrrulaukur 2.stk laukur 3.stk hvítlauksrif 1.stk rauð paprika 1.stk gul paprika 4-5. stk meðal stórar gulrætur 1.stk …

UPPSKRIFT: Kókos og grænmetissúpa og yndislegar heilsubollur! Lesa færslu »

Ígló og Indí: 900 krónur af hverri lífrænni samfellu í Líf Styrktarsjóð Kvennadeildar

 Allt frá 2008 hefur Ígló og Indí hannað litríkan og fallegan barnafatnað sem hefur slegið í gegn jafnt hjá börnum sem og foreldrum. Sýn fyrirtækisins hefur ávallt verið skýr er kemur að hönnuninni en þar er markmiðið að hafa fatnaðinn eftirtektaverðan, fallegan og þægilegan. Dætrum mínum finnst til að mynda gaman að klæðast kjólum og vilja helst …

Ígló og Indí: 900 krónur af hverri lífrænni samfellu í Líf Styrktarsjóð Kvennadeildar Lesa færslu »

Kuggur og leikhúsvélin: Frábær skemmtun fyrir yngri borgara í Kúlunni

Á Laugardaginn frumsýndi Þjóðleikhúsið barnaleikritið Kuggur sem byggð er á vinsælu bókunum um Kugg og félaga hans eftir Sigrúnu Eldjárn en verkið er sýnt í Kúlunni. Ég fór á sýninguna með dætrum mínum en önnur er 8 ára og hin tveggja og hálfs árs og við skemmtum okkur allar frábærlega. Kuggur er skemmtilegur drengur sem …

Kuggur og leikhúsvélin: Frábær skemmtun fyrir yngri borgara í Kúlunni Lesa færslu »

Bollur fylltar með kókosbollum og jarðaberjarjóma !

Bolludagurinn er sá dagur sem við íslendingar höldum hátíðlegan með rjómabollum. Hérna er einföld og góð uppskrift að vatnsdeigsbollum. Mér þykir gaman að fylla bollurnar af ýmsu góðgæti svo sem jarðaberjum, royal búðing, kókosbollum og nóakroppi svo ég nefni eitthvað. Innihald vatnsdeigsbollur: 5 dl vatn 160 gr smjörlíki 250 gr hveiti 1/2 tsk lyftiduft 6 …

Bollur fylltar með kókosbollum og jarðaberjarjóma ! Lesa færslu »