Rósa Guðbjartsdóttir

Rósa starfaði um árabil sem blaða- og fréttamaður lengst af hjá fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar. Hún hefur skrifað um mat og matargerð í ýmis blöð og tímarit, þar af í rúman áratug fyrir Gestgjafann. Rósa gaf út sína fyrstu matreiðslubók, Eldað af lífi og sál, haustið 2009. Nú starfar Rósa við ritstörf hjá Bókafélaginu og er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.

Rósa Guðbjartsdóttir

Sætkartöflulasagna með nautahakki, pestó, parmesan og spínati

Sætar kartöflur eru guðdómlegar. Svo ljúffengar, girnilegar og hollar. Fullar af  trefjum, próteini, járni, kalki og A og C-vítamíni svo eitthvað sé nefnt. Og ekki skal gert lítið úr fallegum litnum og áhrifum hans á hvert matarborð. Því eins og við vitum er skemmtilegra að setjast að snæðingi þegar maturinn á diskunum er litríkur og …

Sætkartöflulasagna með nautahakki, pestó, parmesan og spínati Lesa færslu »

Rabarbaramúffur með engiferi

Hvernig væri að útbúa rabarbaramúffur með engiferi á þessum fallega sumardegi? Nú teygir glæsilegur og girnilegur rabarbari sig til himins í görðum landsmanna. Víða er hann orðinn hár og vel þroskaður og þá er ekkert annað að gera en að nýta hann til matargerðar eða í bakstur. Fyrir mér er fyrsta rabarbarauppskeran kærkominn sumarboði og eftirvænting ríkir …

Rabarbaramúffur með engiferi Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Sætkartöfluhummus með stökkum tortillastrimlum

Hummus hefur átt vaxandi vinsældum að fagna hér á landi undanfarin ár. Hummus er ídýfa eða mauk úr kjúklingabaunum og á uppruna sinn að rekja til arabískrar matargerðar. Þetta er fyrirtaksfæða, gómsætt sem smáréttur á partíborðið en ekki síðra sem meðlæti með fiski eða kjöti. Gaman er að gera nýjar útfærslur á hinu hefðbundna hummusi, …

UPPSKRIFT: Sætkartöfluhummus með stökkum tortillastrimlum Lesa færslu »

HEILSA: Grænn og vænn hollustudrykkur með kiwi og möndlum

Þegar hungrið sverfur að á milli mála er besta ráðið að skella í góðan heilsudrykk. Þannig nærir maður líkama og  sál af dásamlega hollu góðgæti, slær á sykurþörfina á skjótan máta og mettar magann um leið. Hér gef ég uppskrift að einum slíkum sem er í uppáhaldi á heimilinu um þessar mundir. Drykkurinn er svo …

HEILSA: Grænn og vænn hollustudrykkur með kiwi og möndlum Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Pepperóníborgari á grillið og grillaðir, stökkir kartöflubátar

Fátt er girnilegra af grillinu en hnausþykkur, heimagerður hamborgari, blandaður ferskum kryddjurtum, prýddur lauk, salati og fleiru. Enda er hamborgari ekki sama og hamborgari eins margvíslegir og þeir geta verið. Hér gef ég uppskrift að svakalega djúsí hamborgara sem er undir töluverðum ítölskum áhrifum hvað bragðið varðar en auk kryddjurtanna, blandaði ég pepperóníbitum og pítsusósu við …

UPPSKRIFT: Pepperóníborgari á grillið og grillaðir, stökkir kartöflubátar Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Humar og hörpudiskur á rósmaríngreinum

Það er tilvalið að grilla fisk og sjávarfang ýmis konar en þá þarf fiskurinn að vera nokkuð þéttur í sér eigi að setja hann og elda beint af grillinu. Annars er betra að nota sérstaka álbakka eða grindur.  Með því að þræða fiskinn upp á rósmaríngreinar kemur einstakur keimur af kryddjurtinni í fiskinn. 250 g …

UPPSKRIFT: Humar og hörpudiskur á rósmaríngreinum Lesa færslu »

Uppskrift: Brakandi gott grænkálssnakk – Fljótlegt, einfalt og ofurhollt

Fyrir þau sem elska grænkál, og hin líka – þetta er súperhollt sælgæti sem gott er að grípa í á milli mála eða bara þegar nartþörfin grípur þig.  Grænkál hefur verið kallað tískugrænmeti ársins og full ástæða til að það komist í tísku. Það er ljúffengt og stútfullt af vítamínum og mjög auðvelt að rækta …

Uppskrift: Brakandi gott grænkálssnakk – Fljótlegt, einfalt og ofurhollt Lesa færslu »

Uppskrift: Nachos kjúklinganaggar – Ótrúlega einfalt og ómótstæðilegt!

Æðislega ljúffengur kjúklingaréttur sem öllum líkar. Kjúklingakjöti er velt upp úr muldum nachosflögum sem flestir eru sólgnir í. Sniðugt er að skera kjúklinginn í enn minni bita en sýnt er á myndinni, þræða hann síðan að lokinni eldun á flotta pinna og bera þannig fram. 600 g kjúklingalundir eða bringur 1 dl hveiti salt, pipar …

Uppskrift: Nachos kjúklinganaggar – Ótrúlega einfalt og ómótstæðilegt! Lesa færslu »

Uppskriftir: Kræsingar í krakkaafmæli – Þrjár uppskriftir

Barnaafmæli eru skemmtilegustu veislurnar sem ég held. Stemningin þegar krakkar koma saman og eftirvænting og einlæg gleði ræður ríkjum er engu lík. Ég hef haft gaman af því að skipuleggja afmæli barnanna minna og ekki síst þegar þau hafa verið komin á þann aldur að geta tekið þátt í undirbúningnum. Það eru góðar stundir þegar …

Uppskriftir: Kræsingar í krakkaafmæli – Þrjár uppskriftir Lesa færslu »

Uppskrift: Mexíkósk ídýfa fyrir kósýkvöldið

Ídýfur undir mexíkóskum áhrifum eru alltaf sérlega vinsælar, ekki síst meðal unga fólksins sem hreinlega elskar allt sem mexíkóskt er í matargerðinni. Falleg í skál þessi og enn betri í munni – steinliggur í partíinu eða fyrir kósíkvöldið. 100 g guacamole 1 dós nýrnabaunir, niðursoðnar 1 lítill rauðlaukur, smátt saxaður 150 g sýrður rjómi eða …

Uppskrift: Mexíkósk ídýfa fyrir kósýkvöldið Lesa færslu »

Uppskrift: Mexíkósk kjúklingasúpa – Passaðu að gera nóg af henni

Algjör negla þessi kjúklingasúpa! Það er helst að maður klikki á því að gera nóg af henni í hvert sinn sem ég elda hana því aldrei er dropi eftir í pottinum. Og það sem meira er hún er afar einföld í undirbúningi. Meðlætið leikur stórt hlutverk en ætlast er til að það sé borið fram …

Uppskrift: Mexíkósk kjúklingasúpa – Passaðu að gera nóg af henni Lesa færslu »

Er veisla um helgina? Bakaðu rauða flauelsköku með sykurpúðakremi – Uppskrift

Rauða flauelskakan, Red velvet, hefur öðlast endurnýjun lífdaga en kakan varð heimsfræg og ofur vinsæl á fyrri hluta síðustu aldar og er þekktasta útgáfan af henni jafnan kennd við hið sögufræga hótel Waldorf Astoria í New York. Rauður matarlitur er notaður í deigið til að ná fram djúprauðum lit en einnig eru til tilbrigði við …

Er veisla um helgina? Bakaðu rauða flauelsköku með sykurpúðakremi – Uppskrift Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Undursamlega góð Súkkulaðikaka með saltaðri karamellu!!

Nú má franska súkkulaðikakan fara að vara sig. Þessi þykir ekki síðri, mjúk og fín og góð tilbreyting frá þeirri frönsku. Djúpt súkkulaðibragðið og söltuð karamellan fara einstaklega vel saman en söltuð karamella er í tísku um þessar mundir í ýmsa eftirrétti, kökur og fleira góðgæti. Í fínustu uppskriftunum er notað ,,fleur de sel’’, sem …

UPPSKRIFT: Undursamlega góð Súkkulaðikaka með saltaðri karamellu!! Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Hollur, góður og girnilegur sumarlax!

Ferskur lax er eitt uppáhaldshráefnið mitt og finnst mér hann langbestur mjög létt eldaður og helst hrár. Lax er frábær í alls kyns salöt, ofnrétti, í sushi auðvitað og svo mætti lengi telja, nánast í hvað sem er. Oftar en ekki er einfaldleikinn bestur og fer vel með þessu dásamlega hráefni. Hér er uppskrift að …

UPPSKRIFT: Hollur, góður og girnilegur sumarlax! Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Rabarbaraíspinnar – geggjaðir á heitum sumardegi!

Á ljúfum sumardögum eru frost- og íspinnar sérlega freistandi og góðir að gæða sér á. Það er skemmtilegt að prófa sig áfram við slíka íspinnagerð, nota alls kyns ávexti, safa, jógúrt, grænmeti, kryddjurtir og annað sem manni dettur í hug, skella í form og frysta. Þá er hentugt að grípa til þeirra þegar þorsti eða …

UPPSKRIFT: Rabarbaraíspinnar – geggjaðir á heitum sumardegi! Lesa færslu »

MATUR: Lambakjöt með kúskúsi

Nú er ferskt íslenskt hráefni í öndvegi í eldhúsum landsmanna. Á uppskeru- og sláturtímum eru verslanir fullar af slíku góðgæti sem enginn fær staðist. Í þessum rétti, sem er líka í bókinni minni Eldað af lífi og sál, er það lambakjötið okkar góða sem er í aðalhlutverki ásamt dásamlegum íslenskum gulrótum. En við samsetningu kryddanna sem …

MATUR: Lambakjöt með kúskúsi Lesa færslu »