Marín Manda Magnúsdóttir

Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum. Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.Mottó: Kýldu á það!

Marín Manda Magnúsdóttir

Frískleg húð og seiðandi augnháralengingar á Fiðrildinu

Fyrir skemmstu varð ég árinu eldri og í tilefni dagsins var mér boðið að koma í dekur á nýlegri snyrtistofu í Hamraborg í Kópavogi sem nefnist Snyrtistofan Fiðrildið. Ég varð að sjálfsögðu himinlifandi enda ekki oft sem ég fer í slíkt dekur. Mér var boðið í augnháralengingu og Dermatude Meta Therapy sem er 100% náttúruleg …

Frískleg húð og seiðandi augnháralengingar á Fiðrildinu Lesa færslu »

Vatnsberi sem elskar gull – en ekki er allt gull sem glóir – MYNDIR

„Hvað viltu fá í afmælisgjöf mamma?” Spurði dóttir mín fyrir einhverjum dögum. Ég þori varla að segja það upphátt en jú ég er að verða árinu eldri í lok mánaðarins. Ég var lengi vel mikið afmælisbarn og fann fyrir kítli í maganum þegar það fór að styttast í daginn minn. Undanfarin ár hef það breyst …

Vatnsberi sem elskar gull – en ekki er allt gull sem glóir – MYNDIR Lesa færslu »

Pallíettur og kvenlegir samfestingar úr Coral Verslun – Ó svo Jóló!

Ég hef alltaf laðast að öllu sem glitrar, sérstaklega pallíettum sem eru dásamlegar. Þær eru eins og leðrið og gallaefnið sem koma alltaf aftur og aftur í tísku. Eins og svo oft áður koma pallíetturnar sterkt inn á þessum árstíma og ég tek því fagnandi því nú er akkúrat tíminn til að glitra. Velour og …

Pallíettur og kvenlegir samfestingar úr Coral Verslun – Ó svo Jóló! Lesa færslu »

Yoga eða samkvæmisdansar? Þú ert falleg eins og þú ert

Ég er ekki þessi íþróttatýpa og hef aldrei verið. Leikfimistímum og sundi kveið ég fyrir sem krakki. Mér fannst ég vonlaus í boltaleikjum því einhvern veginn tókst mér alltaf að fá boltann beint í smettið. Nei ég valdi dans og var í samkvæmisdönsum í mörg ár. Þar leið mér vel og fékk að hreyfa mig …

Yoga eða samkvæmisdansar? Þú ert falleg eins og þú ert Lesa færslu »

MARÍN MANDA: 21. atriði sem mér finnst gott að muna eftir og þakka fyrir

Ég get svo svarið það að þegar ég vaknaði í morgun þá langaði mig alls ekki á fætur. Ég vildi allra helst kúra allan daginn og dreyma eitthvað fallegt. Ég var skyndilega með allar heimsins flóknustu vangaveltur í huganum og vissi ekki hvernig ég gat losnað við þessar hugsanir. Í morgunmat fékk ég mér svo …

MARÍN MANDA: 21. atriði sem mér finnst gott að muna eftir og þakka fyrir Lesa færslu »

Marín Manda skrifar: Kírópraktorinn NORR – Lætur verkin sín veðrast

„Ég hef alltaf verið skapandi – jafnvel hvað varðar matargerð, fataval og hvernig ég hef heimili mitt. Ég fæ sérstaklega útrás í matargerðinni.” segir Guðmundur Birkir Pálmason og hlær þegar við spjöllum saman. Gummi kíró eins og hann er oft kallaður hefur ekki einungis mikla ástríðu fyrir kírópraktorstarfinu sínu á Kírópraktorstofu Íslands í Sporthúsinu, heldur …

Marín Manda skrifar: Kírópraktorinn NORR – Lætur verkin sín veðrast Lesa færslu »

Marín Manda skrifar: Ástin gerir mig ruglaða!

 Ég fann hvernig ég svitnaði í lófunum og var orðin þurr í munninum. Það var augljóslega eitthvað að mér – mér var flökurt. Hjartslátturinn varð hraðari með hverri mínútu sem leið. Svo gerðist það, bjallan hringdi. Það voru frímínútur. Krakkarnir hlupu út úr stofunni, allir nema ég. Þegar að köllin og lætin færðust fjær rölti …

Marín Manda skrifar: Ástin gerir mig ruglaða! Lesa færslu »

Marín Manda: Nei ég er ekki fullkomin ofurmamma

Móðurástin er ólýsanleg. Þetta er óeigingjörn ást sem verndar og gefur hlýju. Hún er sterkari en allt og stundum er líkt og aldrei hafi verið klippt á naflastrenginn milli móður og barns. Slíkt samband er sérstakt og einstaklega fallegt. Þegar ég varð móðir í fyrsta sinn var ég 26 ára. Líf mitt tók stakkaskiptum – …

Marín Manda: Nei ég er ekki fullkomin ofurmamma Lesa færslu »

FERÐALÖG: Samband mitt við New York, úr óþoli í ást – MYNDIR

Ég vissi sem krakki að ég myndi búa erlendis einhvern hluta af minni ævi. Ævintýraþráin fór að gera vart við sig ansi snemma og því hafa ferðalög ætíð verið stór partur af mínu lífi. Eins og hver önnur unglingsstúlka hafði ég stóra drauma. Fyrst vildi ég verða leikkona og æfði mig reglulega fyrir framan spegilinn. …

FERÐALÖG: Samband mitt við New York, úr óþoli í ást – MYNDIR Lesa færslu »

Tíska : IVY PARK – Sportlína Beyoncé komin í búðir

Queen B, eða Beyonce er hin fullkomna kona í augum margra. Hún virðist hafa fengið meira og minna allt í vöggugjöf sem við konur þráum. Fegurð, einstaka hæfileika og greind. Það er ekki amalegt að kunna svo að nýta sér þetta og skapa sér líf á ýmsum sviðum en ásamt söng -og dansi hefur hún …

Tíska : IVY PARK – Sportlína Beyoncé komin í búðir Lesa færslu »

„Rósir og túlipana í líf mitt, já takk” – Marín Manda getur alltaf á sig blómum bætt

Einu sinni átti ég kærasta sem gaf mér reglulega rauða rós. Alltaf eina rauða rósa pakkaða inn í sellófan og lítið sætt kort með frumsömdu ástarljóði eða nokkrum kærleiksorðum. Ég held ég hafi roðnað í fyrsta sinn sem hann gaf mér rósina. Vissulega var ég ung en þetta var augljóslega rómantík sem ég hafði heyrt …

„Rósir og túlipana í líf mitt, já takk” – Marín Manda getur alltaf á sig blómum bætt Lesa færslu »

HLUSTAÐU: Tónlistin umvefur lífið og gerir allt betra

Tónlist hefur alltaf verið eins og meðal fyrir mig sem að nærir sálarlífið. Sama á hvaða stað ég er í lífinu þá virðist góð tónlist gera allt betra. Tónlistarsmekkur minn hefur breyst með árunum – kannski jafnvel þroskast örlítið. Nú hlusta ég mikið á djass sem truflaði mig örlítið áður. Ég byrjaði í kór hjá …

HLUSTAÐU: Tónlistin umvefur lífið og gerir allt betra Lesa færslu »

SKART: Kvenleg og persónuleg stjörnumerkjahálsmen slá í gegn

Hin danska Pernille Corydon er skartgripahönnuður sem ég hef verið að fylgjast með í gegnum tíðina. Skartið hennar heillar mig og ég er ekki frá því að hönnun hennar hafi aldrei verið betri en núna. Sjálf segir hún að sköpun sé ástríða hennar og innblástur sækir hún í fólk, tísku, arkitektúr, húsgögn og náttúru. Að …

SKART: Kvenleg og persónuleg stjörnumerkjahálsmen slá í gegn Lesa færslu »