Posts by author
Margrét Edda Gnarr
1 post
Margrét Gnarr, eða Magga Gnarr eins og flestir kalla hana, fæddist í Reykjavík árið 1989. Hún hefur alla tíð verið mikil íþróttakona. Byrjaði að æfa fimleika þegar hún var 5 ára og færði sig yfir í listadans á skautum þegar hún var 8 ára.
Þegar hún var nýorðin 14 ára byrjaði hún að æfa bardagaíþróttina Taekwondo og fór strax að keppa í Olimpískum taekwondo bardaga. Hún hefur unnið til margra verðlauna í Taekwondo en þegar hún var 21 árs ákvað hún að breyta aftur til og færa sig yfir í fitness. Magga keppti á sínu fyrsta móti í Nóvember 2011 og hefur varla stoppað síðan. Árið 2013 sigraði hún Heimsmeistaramótið í fitness og varð í kjölfari fyrsti IFBB atvinnumaður Íslands og keppir nú einungis á IFBB atvinnumótum.
Hún starfar sem einkaþjálfari og rekur sitt eigið þjálfunarfyrirtæki þar sem hún býður upp á fjarþjálfun, einkaþjálfun, námskeið og pósuþjálfun.
Meiri upplýsingar um hennar þjálfun finnur þú á www.margretgnarr.comMagga hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu, bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Hún elskar einnig að syngja, hlusta á góða tónlist, horfa á gott sjónvarpsefni og vera í faðmi fjölskyldu og vina. Mottóið hennar er: „Dream big‘‘