Glansandi falleg og hraustleg húð

Mér finnst alltaf rosalega fallegt þegar húðin á konum glansar smávegis af því það sýnir heilbrigði og hraustleika. Þá er ég ekki að meina að konur séu með brjálæðislega glampandi húð þannig að það virðist vera að þær séu fitugar í framan, ónei. Ég er að tala um að það komi smá svona „highlight“  og […]

Roll on augnskuggi

Réttupp hend sem fílar einfaldar aðgerðir í smink málum. Ég! Þessvegna finnst mér þessi roll-on augnskuggi ógó sniðugur. Reyndar fíla ég allt svona sem maður getur klínt á sig með lítilli fyrirhöfn mjög vel. T.d. á ég túbuaugnskugga frá Clarins sem ég nota mjög mikið og er almennt fyrir allt sem sparar mér tíma og […]

Um mikilvægi þess að nota góða förðunarpensla

Góðir förðunarpenslar skipta miklu, hvort sem um er að ræða meikpensla, augnskuggapensla eða hvað sem er….Og þegar ég er að farða konur skiptir það líka miklu að penslarnir mínir séu í góðu ástandi, hreinlega til þess að förðunin verði eins falleg og hún mögulega getur orðið. Meikpenslar Það eru til þúsund tegundir af penslum og […]

Sólarvörn og ljósaslys

Í dag skín sólin og því ekki ólíklegt að margir fari út að viðra sig. En þó að það sé bara mars skaltu muna eftir sólarvörn. Það eru nefninlega nokkur atriði sem flýta fyrir hrukkumyndun húðarinnar og eitt þeirra er sannarlega sólargeislarnir (hin eru t.d. óþarfa áhyggjur, sígós, stress, svefnleysi ofl). Já, semsagt… ef þú […]

Meiriháttar gott brúnkukrems-bodylotion

Ég varð voða glöð þegar ég kynntist Dove Summer Glow body lotioninu, enda fullkomin blanda: brúnkukrem og body lotion í einum pakka – Geðveikt. Hin dýru brúnkukremin fóru beint í tunnuna því það er ekki vond lykt af þessu eins og þeim og það kemur fáránlega flott brúnka af þessu. Ég þoli ekki þessi krem […]

Flottasta 80’s gellan

Debbie Harry er án alls vafa eitt eftirminnilegasta tísku-icon 80’s áranna. Hún einhvernveginn rammaði þetta allt inn. Töffaraskap, pönk attitjúd, kvenleika, sex-appíl og flottan stíl. Við erum alveg til í að sjá meira svona á næstunni og það ætti ekkert að vera erfitt enda var stíllinn svo mikið hennar að hann fór aldrei úr tísku. […]

ÚTLIT: Þykkar augabrúnir eru hot

Það er sama um hvaða hluta kvenlíkamans er að ræða, allt kemur og fer úr tísku. Núna eru breiðar og gróskumiklar augabrúnir í tísku og stelpurnar sem voru alltaf með plokkarann hátt á lofti eru byrjaðar að safna. Því miður gengur ekki öllum jafn vel að safna, einfaldlega vegna þess að við erum allar með […]

Ódýr litun og klipping

Á Seltjarnarnesi er lítil hárgreiðslustofa sem heitir Salon Nes. Þar vinnur hárgreiðslumeistarinn Íris en Íris er vinur litla mannsins. Eftir að kreppan skall á lækkaði hún verðin hjá sér og ekki nóg með það heldur gefur hún afslátt af góðu verði líka. Á stofunni kostar dömuklipping núna 3.600 og litun rúmlega 4000. Það er annað […]

Fjólublátt sjampó

Allir sem eru með aflitað hár eða bara litað ljóst hár, eiga að hafa flösku af fjólubláu sjampói í sturtunni. Þetta sjampó hreinsar gula litinn úr hárinu sem verður jú alltaf meiri og ýktari eftir því sem lengra dregur frá því að þú lést lita. Fjólubláa sjampóið á að nota sirka einu sinni til tvisvar […]

Sparaðu lykt og peninga

Stundum hef ég átt body lotion frá ilmvatnsframleiðendum en þótt lyktin of sterk. Þá er mjög sniðugt að blanda það með einhverju lyktarlausu húðkremi sem kostar ekki mikið en gerir því meira gagn. Til dæmis er hægt að nota Karbamíd krem frá Gamla Apótekinu… eða eitthvað annað lyktarlaust og Ph Neutral krem og blanda því […]

Að blanda saman meiki

Make up store selur allskonar dót sem er misjafnlega gott eins og gengur og gerist með snyrtivörur en eitt er það sem ber af hjá þeim og það er meikið. Ég er voða hrifin af meikinu þeirra og sérstaklega hvað það er gott að blanda því saman. Það er nebblega þannig að maður er ekki […]

Great lash er bestur

Great Lash maskarinn frá Maybelline er einn sá besti sem ég hef komist í. Og ég er ekki ein um þessa skoðun því öll helstu pjattblöð heimsins eru á þessari sömu skoðun. Allavega ef maður ber saman verð og gæði. Já. Eitt af því besta við þennan maskara er nefninlega verðið. Hann kostar núna 1.399 í […]