Linda Benediktsdóttir

Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com

Linda Benediktsdóttir

Auðveld möndlukaka fyrir allla sem elska marsípan

Ég hef verið mikill aðdáandi marsípans frá því ég man eftir mér, ég elska t.d. marsípan molana í Nóa konfektinu og kransakökur. Ég rakst svo á uppskrift á netinu af einfaldri möndluköku með marsípani. Allir marsípan aðdáendur munu elska þessa köku. Kakan er þétt, bragðið er ljúft og uppskriftin einföld, þvílíkur unaður! INNIHALD 250 g marsípan 250 g smjör …

Auðveld möndlukaka fyrir allla sem elska marsípan Lesa færslu »

HEIMILI: Innlit í einfalda og hlýja íbúð með fallegum skrautmunum

Hér fáum við að líta inn í alveg ótrúlega fallega og smart íbúð sem er staðsett hvar annarsstaðar en í Svíþjóð. Fallegur húsbúnaðurinn dregur fram það besta í íbúðinni. Mildir litir í skrautmunum lífga upp á annars hvíta og svarta þemað. Speglaveggurinn í stofunni heillar alveg rosalega og kemur mjög flott út. Fallega málaðar myndir eru …

HEIMILI: Innlit í einfalda og hlýja íbúð með fallegum skrautmunum Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Klassísk French Toast – Helgar morgunmaturinn

Um helgar elska ég að útbúa mér góðan og djúsí morgunmat. French toast er þá í miklu uppáhaldi hjá mér, en það er alveg rosalega einfalt að útbúa og æðislega gott. French Toast 4 egg 1 bolli rjómi 1 tsk kanill salt pipar 6 meðalstórar brauðsneiðar ávextir hlynsíróp Blandið saman eggjum, rjóma, kanil, salt og pipar. …

UPPSKRIFT: Klassísk French Toast – Helgar morgunmaturinn Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Gómsæt gulrótakaka með peacan hnetum

Maðurinn minn átti afmæli um helgina og hann fékk því að ákveða hvað ég myndi baka fyrir hann. Hann valdi sér gulrótaköku og bakaði ég þá þessa ljúfu klassísku köku fyrir hann. Kakan heppnaðist mjög vel að öllu leyti, silki mjúk, létt og kremið alveg ótrúlega gott. Gulrótakaka 6 egg 2 dl púðursykur 2 sykur …

UPPSKRIFT: Gómsæt gulrótakaka með peacan hnetum Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Indversk kjúklingasúpa með naan brauði

Vertu velkominn september! Haustið er rétt ókomið til okkar, laufin fara að falla af tránum og hitastigið að lækka úti. Fyrir mér eru súpur ómissandi hluti af haustinu, þær hlýja manni og gefa orku. Ég ákvað að búa til súpu fulla af gulrótum, en samt nógu ríka og bragðmikla til þess að gleyma því að maður …

UPPSKRIFT: Indversk kjúklingasúpa með naan brauði Lesa færslu »

INNLIT: Sjarmerandi íbúð þar sem mikið er gert út litlu plássi

Þessi litla íbúð heillaði mig í dag en í henni er að finna margt sniðugt og fallegt. Mjúkir og mildir tónar einkenna húsbúnaðinn, eldhúsið er æðislegt en þar spila bláu glerflísarnar stórt hlutverk. Fiskibeinaparketið í stofunni er mjög sjarmerandi. Það er gert mikið úr litlu plássi í þessari íbúð. Í stofunni er lítill sófi en kollum …

INNLIT: Sjarmerandi íbúð þar sem mikið er gert út litlu plássi Lesa færslu »

BAKSTUR: Fullkomlega ófullkomnar kökur – Engir sprautustútar!

Þegar ég hef reynt að skreyta köku fallega með sprautustútum og smjörkremi hefur það vanalega misheppnast alveg hræðilega hjá mér! Oft hef ég þó reynt. Fullkomnunaráráttan í mér hreinlega höndlar ekki skakkar og illa sprautaðar kökur. Það er sem sagt ástæðan fyrir því að þið munuð aldrei fá uppskrift af fullkomlega sprautuðum smjörkremsbombum frá mér! …

BAKSTUR: Fullkomlega ófullkomnar kökur – Engir sprautustútar! Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Nammi, ber, skyr og rjómi! Fljótlegasti eftirréttur í heimi!

Oft þarf maður að galdra fram góðan eftirrétt á örskots stundu. Ég lenti einmitt í því um daginn þegar ég stóð ráðavillt í búðinni og vissi ekkert hvað ég ætti að hafa í eftirrétt. Allt var á seinustu stundu og matargestirnir að fara leggja af stað heim til mín. Ég mundi eftir því að samstarfskona mín …

UPPSKRIFT: Nammi, ber, skyr og rjómi! Fljótlegasti eftirréttur í heimi! Lesa færslu »

Snyrtivörur: Bioeffect sem áður hétu EGF – Dagserum, líkamsserum og augngel

Ég hef verið að prófa nokkrar húðvörur frá Bioeffect og er alveg rosalega hrifin. Þetta eru alíslenskar vörur sem hétu áður EGF núna er búið að breyta nafninu á þeim. Ég fyllist stolti við tilhugsina að það séu íslenskir vísindamenn sem standa á bak við áralangar rannsóknir og hafa þannig náð að skapa þessa góðu …

Snyrtivörur: Bioeffect sem áður hétu EGF – Dagserum, líkamsserum og augngel Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Nutella bananabrauð, einfalt og hrikalega gott!

Um helgar er hefð hjá okkur fjölskyldunni að skella í bananabrauð og borða saman í morgunkaffinu. Um helgina vaknaði ég með þá flugu í hausnum að setja Nutella út í brauðið og ákvað ég því að prófa mig aðeins áfram í því. Útkoman var alveg rosalega góð og því langar mig að deila uppskriftinni með …

UPPSKRIFT: Nutella bananabrauð, einfalt og hrikalega gott! Lesa færslu »

HEIMILI: Dásamlega falleg íbúð með dökkum gólfum og grænum plöntum

Það er sérstaklega gaman þegar maður hittir á innlit í íbúð þar sem hver einasta mynd af íbúðinni hefur eitthvað sem maður elskar. Þessi íbúð er hreint út sagt dásamleg! Dökka gólfið fær að njóta sín í hverju einasta rými með hvítu veggjunum og ljósa húsbúnaðirnum. Svart/hvítar, einfaldar myndir á veggjunum (og á gólfum), hvergi …

HEIMILI: Dásamlega falleg íbúð með dökkum gólfum og grænum plöntum Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Stórar bláberjamuffins með krönsí toppi

Bláberjamuffins eru alveg ótrúlega góðar. Þegar ég fer á kaffihús í útlöndum þá er hefð fyrir því að kaupa alltaf bláberjamuffins með tvöfalda cappuccinoinum mínum og njóta vel. Mér finnst ég því eiginlega komin til útlanda þegar ég útbý mér bláberjamuffins hér heima. Þessar muffinskökur eru góðar í stórum fallegum formum. Toppurinn á þeim er svolítið …

UPPSKRIFT: Stórar bláberjamuffins með krönsí toppi Lesa færslu »

Innlit: Virkilega smart sumarhús sem gæti eins verið einbýli

Það væri nú ljúft að slappa af í þessu fallega sumarhúsi.Hönnunin er falleg og hlýleg með smá retró fíling. Stórir og fallegir gluggar hleypa dagsbirtunni vel inn svo hún leikur um allt húsið. Svarta eldhúsinnrétting kemur virkilega vel út með viðar gólfunum og hvítu 10×30 cm flísunum. Múrsteina veggirnir fullkomna svo sumarhúsa útlitið og gefa …

Innlit: Virkilega smart sumarhús sem gæti eins verið einbýli Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Dúnmjúkir kanilsnúðar með glassúr

Kanilsnúðar eru alveg æðislega góðir, fullkomið síðdegissnarl þegar maður vill hafa það gott. Ég hef aldrei smakkað eins mjúka snúða áður sem eru eins djúsí og bragðgóðir. Deigið er létt, loftmikið og fyllingin gefur hæfilega sætt kanilbragð. Leyndarmálið sem gerir snúðana svona sérstaklega góða er klárlega smjörið sem sett er á deigið áður kanilsykrinum er dreift …

UPPSKRIFT: Dúnmjúkir kanilsnúðar með glassúr Lesa færslu »