Lausnin eru sjálfsræktarsamtök, stofnuð í upphafi árs 2009. Samtökin sérhæfa sig í meðvirkni og fíkni-tengdum þáttum. Hér er um að ræða samtök sem einsetja sér að veita framúrskarandi aðstoð fyrir þá sem ekki eru frjálsir í eigin lífi vegna ótta, kvíða, takmarkaðs tilfinninga læsis eða lágs sjálfsmats. Frelsi lífinu og í samskiptum við aðra er grunnstoð hamingjunnar og teljum við frelsis þörf okkar eitt mikilvægasta og stekasta afl lífsins. Ef við erum ekki frjáls í samskiptum, hjónabandi, vinnu, með fjölskyldu eða kunningjum þá höfum við ekki getuna til njóta allra þeirra fegurðar sem lífið og tilveran hefur upp á að bjóða. Lífið er þess virði að lifa því, ef þú sérð það ekki eða upplifir það ekki þá gætir þú átt við meðvirkni að stríða.