TOP

Kristín er snyrtifræðingur og starfaði lengi hjá heildsölu með snyrtivörur en í dag selur hún fasteignir. Hún elskar að vera í vinnunni, er mjög skipulögð og líður best ef allt er í röð og reglu á skrifborðinu, reikningar greiddir og húsið hreint. Áhugamálin hennar eru að elda hollan og góðan mat og vera með matarboð fyrir fjölskyldu og vini en hún er gift og á þrjú börn. Kristín elskar líka allt sem kemur að snyrtivörum og því að láta konum líða sem best í eigin skinni. Svo slappar hún best af við lestur góðra bóka. Kristín er fædd í fiskamerkinu en fiskurinn er síðasta merkið í dýrahringnum og sagt er að hann hafi því öll önnur merki fólgin í skapgerð sinni, eigi auðvelt með að skilja ólíkt fólk og setja sig í spor annarra. Kannski þess vegna sem hún er svonan ótrúlega góð í mannlegum samskiptum?