Jóna Björg Sætran

Jóna Björg er menntunarfræðingur, M.Ed., frá KHÍ, er með alþjóðlega vottun sem ACC markþjálfi frá ICF (International Coach Federation) og er einnig Feng Shui ráðgjafi. Í vetur hefur Jóna Björg svo lagt stund á Hugræna atferlismeðferð (HAM) í Endurmenntun HÍ. Jóna Björg starfar sjálfstætt við einkaleiðsögn, námskeiðahald, ritstörf, fyrirlestra og ráðgjöf jafnt hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hún var leiðbeinandi hjá Brian Tracy International hér á landi og er fyrrverandi námstjóri hjá menntamálaráðuneytinu. Jóna Björg fer ótroðnar slóðir, elskar að takast á við krefjandi verkefni og finnst langmest gefandi að vinna með fólki að bættri líðan, meiri hamingju og hugrró.Einkunnarorð hennar eru: Blómstraðu í einkalífi og starfi, njóttu þess að vera þú!

Jóna Björg Sætran

ANDLEGA HLIÐIN: Hugsar þú vel um sjálfa þig? Vissirðu að þú skiptir máli?

Hvernig væri að fara í smá naflaskoðun varðandi það hvernig þú kemur fram við sjálfa þig? Þú ert mikilvægasta persónan í þínu eigin lífi, ekki maki þinn eða börnin þín – heldur ÞÚ. Þetta er ekki hroki heldur staðreynd. Þú hefur það í hendi þér hvernig þú byggir upp líf þitt og hamingju og ef …

ANDLEGA HLIÐIN: Hugsar þú vel um sjálfa þig? Vissirðu að þú skiptir máli? Lesa færslu »

Markþjálfun: 5 skref í átt að skemmtilegra lífi árið 2016

Sérhver dagur er oft dýrmætari en við hugsum útí að morgni. Sumir dagar eru pakkaðir af fyrirfram ákveðnum verkefnum sem þarf að leysa ekki seinna en strax, aðrir dagar líða hálf letilega áfram litlausir og atburðasnauðir. Við ætlum okkur stundum að gera svo ansi margt – en svo verður okkur ekki mikið úr verki. Hve …

Markþjálfun: 5 skref í átt að skemmtilegra lífi árið 2016 Lesa færslu »

ANDLEGA HLIÐIN: Björgunaraðgerð EÐA óþarfa afskiptasemi?

Ungur sonarsonur minn og ég, unnum smá björgunarstarf einn rigningarmorgun fyrir um 4 árum, þegar við björguðum litlum ánamaðki af gangstéttinni við leikskólann. Litli sæti ánamaðkurinn var að flýja bleytuna en sá stutti var smeykur um að einhver myndi stíga á hann. Bíllykillinn var því notaður til björgunaraðgerða og smeykt gætilega undir litla krílið – …

ANDLEGA HLIÐIN: Björgunaraðgerð EÐA óþarfa afskiptasemi? Lesa færslu »

Andlega hliðin: Ertu einmana – jafnvel innan um aðra?

Í vetur fékk ég bréf frá ungri háskólakonu sem átti bágt með að feta sig í félagslífinu. Ég skrifaði henni til baka: Þú skrifaðir mér að þegar þú lítir í spegilinn þá getir þú ekki séð að þú sért neitt mikið frábrugðin hinum stelpunum í útliti. Þú leggir þig líka eftir því að vera flott klædd, …

Andlega hliðin: Ertu einmana – jafnvel innan um aðra? Lesa færslu »

Andlega hliðin: 14 leiðir sem hjálpa þér að ná þessum prófum!

Ertu að átta þig á því að það styttist óðfluga í lokaprófin og fékkstu kipring í magann þegar þú leist á dagatalið og taldir vikurnar sem eru eftir af önninni? Áttu mikið eftir að lesa? Verkefnaskil – hvernig standa þau? Hvernig getur þú náð þessu á svona stuttum tíma? Ef vilji er fyrir hendi er hægt að …

Andlega hliðin: 14 leiðir sem hjálpa þér að ná þessum prófum! Lesa færslu »

Andlega hliðin: Gjafir eru ekki alltaf gefnar með peningum – Og kannt þú að þiggja?

Við höfum margar ástæður til að gleðjast yfir gjöfum sem við erum aðnjótandi sjálfar eða erum með í að gefa öðrum. Það er góð tilfinning að vera aðnjótandi þeirrar gleði að geta gefið öðrum gjafir sem  gleðja, gjafir sem eru kærkomnar og nýtast vonandi vel. Gjafir geta verið í margbreytilegu formi og stundum eru okkur …

Andlega hliðin: Gjafir eru ekki alltaf gefnar með peningum – Og kannt þú að þiggja? Lesa færslu »

Samskipti: Hvernig líður barninu þínu í skólanum?

Áttu barn á skólaaldri eða stálpað hálffullorðið barn sem hefur flosnað upp úr skóla en er enn heima eftir nokkurra ára fjarvist úr menntakerfinu? „Barnið“ þitt fær jafnvel enga vinnu en fær aftur á móti atvinnuleysisbætur eða framfærslufé frá sveitafélaginu. Hvað gerir þetta „barninu“? Væri ekki betra að það fengi vinnu, eitthvað til að stefna …

Samskipti: Hvernig líður barninu þínu í skólanum? Lesa færslu »

HEILSA: Læturðu fortíðina halda aftur af hamingju í framtíðinni?

Þú ert með markmiðin þín alveg á tæru, en hvað sérðu þegar þú horfir í kringum þig heima hjá þér? Er samræmi á milli þess sem þú hefur sett þér sem markmið og þess sem þú ert með í kringum þig allan daginn – heima / í vinnunni / og svo aftur heima þegar vinnudegi …

HEILSA: Læturðu fortíðina halda aftur af hamingju í framtíðinni? Lesa færslu »

SJÁLFSRÆKT: Hvað ætlar þú að gera fyrir sjálfa þig í haust og vetur?

Nú er heldur betur farið að hausta. Appelsínurauðum og gulum laufblöðum fjölgar ört, vindurinn komin á fleygiferð, regndroparnir orðnir ákveðnari og mál að taka til lopapeysuna og lopavettlingana, hafa allt til taks fyrir kuldabola – þá er líka hægt að taka honum fagnandi. Hver árstíð hefur sinn sjarma, það er bara að búa sig undir þær …

SJÁLFSRÆKT: Hvað ætlar þú að gera fyrir sjálfa þig í haust og vetur? Lesa færslu »

Andlega hliðin: Hversu djúpt ertu sokkin í meðvirkni?

Það er ótrúlegt að fylgjast með vinkonum og vinum sem eru svo djúpt sokkin í meðvirkni með nánum einstaklingum að allt daglegt líf fer að snúast um að NN líði vel til að ekki „sjóði uppúr“. Á þessi lýsing við þig? Ef einhver sem þú ert í nánu sambandi við, t.d. maki þinn, er stöðugt að þvæla …

Andlega hliðin: Hversu djúpt ertu sokkin í meðvirkni? Lesa færslu »

Feng Shui: Hvað ertu með í auðlegðarhorninu þínu?

Flestir sem fara að skoða hvernig þeir geta nýtt sér Feng Shui fræðin byrja á því að leggja áherslu á að kynna sér auðlegðarsvæði og auðlegðarstjörnur. Fólk vill vita hvernig það getur öðlast frægð og frama, hvernig það fer að því að selja eða kaupa á hagstæðan hátt, hvernig það verður ríkt! Við sem vinnum …

Feng Shui: Hvað ertu með í auðlegðarhorninu þínu? Lesa færslu »

HEIMILI: Feng Shui og svefnherbergið þitt – Nokkur góð ráð

Þegar þú vilt bæta orkuna og orkuuflæðið í svefnherberginu þínu er ýmislegt sem ber að hafa í huga. Svefnherbergið þarf til dæmis ekki að vera stórt til að þér líði vel í því. Þú átt ekki að vera að vinna á netinu uppi í rúmi eða fara yfir heimilisbókhaldið, þú ættir að velja aðra staði …

HEIMILI: Feng Shui og svefnherbergið þitt – Nokkur góð ráð Lesa færslu »

Andlega hliðin: Ég kemst ekki í kvöld – Ertu með kvíða?

Þegar þú ert heltekin af kvíða þá finnst þér kannski að allt sé vonlaust og þú finnur hvergi leið út úr erfiðleikunum. …og það versta er að þú þorir ekki að segja frá þessu. Af hverju er þú svona kvíðin fyrir því sem öðrum þykir bara sjálfsagður hlutur. Þú þorir ekki að tala um þetta af …

Andlega hliðin: Ég kemst ekki í kvöld – Ertu með kvíða? Lesa færslu »

Andlega hliðin: Ertu alveg brjáluð?! Lærðu að hemja reiðina

Hvenær reiddist þú síðast? Ég á ekki við að þú hafir orðið smá pirruð, ég meina alveg virkilega reið? Hvernig leið þér þá? Hversu oft varðstu reið í síðustu viku? Hvað reiddi þig til reiði? Það getur verið mjög einstaklingsbundið hversu auðvelt er að reita okkur til reiði. Ef til vill ert þú ein af …

Andlega hliðin: Ertu alveg brjáluð?! Lærðu að hemja reiðina Lesa færslu »

Feng Shui námskeið: Svefnherbergi á að vera fyrir tvennt – Svefn og kynlíf

Feng Shui fræðin eru nú komin til ára sinna, allt að 5000 – 6000 ára gömul en enn er fjöldinn allur af fólki að nýta sér þau. Þau eru nýtt á heimilum, jafnt inni í íbúðinni og úti fyrir í garðinum og allan heim er fólk að nýta sér „leyndardómana“ fornu, ekki bara erlendis í …

Feng Shui námskeið: Svefnherbergi á að vera fyrir tvennt – Svefn og kynlíf Lesa færslu »

Andlega hliðin: Hver viltu vera og hvað ertu að miða við?

Hvað sástu þegar þú leist í spegilinn í morgun? Varstu ljót með bauga niður á kinnar, rauða flekki á annarri kinninni, risastóra bólu á miðri hökunni Getur verið að þú hafir líka litið í stóra spegilinn þegar þú komst úr sturtunni?  Hvernig í ósköpunum datt þér það nú í hug. Þú veist að það er …

Andlega hliðin: Hver viltu vera og hvað ertu að miða við? Lesa færslu »