Guðrún Veiga

Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló. Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.

Guðrún Veiga

Fyrir beikonelskendur – Af því beikon er gott

Ég elska beikon. Elska það, elska og elska. Mín vegna mætti vera beikon með öllum mat. Þú manst kannski eftir þessari uppskrift af krydduðu karamellubeikonpoppi sem ég deildi hérna fyrir stuttu. Ég á líka varasalva með beikonbragði. Eins ætla ég að prófa að baka súkkulaðibitakökur með beikonkurli fljótlega. Ljómandi góði beikonvarasalvinn minn. Ég keypti hann í …

Fyrir beikonelskendur – Af því beikon er gott Lesa færslu »

Drykkir: Vanilla Mocha Frappuccino fyrir sælkera á laugardagsmorgnum

Laugardagar eru til þess að njóta og gera vel við sig. Þess vegna lagaði ég mér ekki hinn hefðbundna kaffibolla í morgun. Ó, nei. Ég bauð sjálfri mér upp á svellkaldan Frappuccino og naut mín í botn. Vanilla Mocha Frappuccino: 1 væn matskeið af skyndikaffi 1 og 1/2 bolli vatn Hrært saman og sett í ílát …

Drykkir: Vanilla Mocha Frappuccino fyrir sælkera á laugardagsmorgnum Lesa færslu »

NEYTANDINN: ITSU Heilsuvörur – Glúteinlausar hrískökur með belgísku súkkulaði

Um helgina gæddi ég mér á hinum ýmsu heilsuvörum frá ITSU en 10-11 er nýlega farið að bjóða upp á þessar ljómandi góðu vörur í miklu úrvali.  Hérna fyrir ofan sjáið þið súkkulaðihjúpaðar hrískökur – hægt er að fá þær glúteinlausar með dökku súkkulaði frá Belgíu, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Það eru þrjár kökur í …

NEYTANDINN: ITSU Heilsuvörur – Glúteinlausar hrískökur með belgísku súkkulaði Lesa færslu »

Uppskrift: Unaðsleg kjúklinganúðlusúpa

Mikið sem ég eldaði agalega góða súpu í gærkvöld. Þessi súpa var akkúrat það sem mín bugaða lærdómsssál þurfti. Kjúklinganúðlusúpa:   1 laukur 1/2 púrrlaukur 1 rauð paprika 2 kjúklingabringur 1 rautt chilli 4 hvítlauksrif Góður bútur af engifer 1 dós kókosmjólk 500 ml vatn 1/2 – 1 teskeið cayenne pipar 1/2 – 1 teskeið …

Uppskrift: Unaðsleg kjúklinganúðlusúpa Lesa færslu »

Föstudagskokteillinn: Strawberry Gin Smash.

Ég fékk þessa ljómandi fínu ginflösku í afmælisgjöf í fyrra. Og þar sem að ég kann illa að meta að hafa óopnaðar áfengisflöskur á barnum mínum ákvað ég að fara á stúfana og finna góðan ginkokteil. Ég get ómögulega drukkið gin í greip eða tónik. Ég drakk um það bil 70 lítra af slíkum mixtúrum …

Föstudagskokteillinn: Strawberry Gin Smash. Lesa færslu »

HÁRIÐ: Klippti mig stutthærða og fór svo í hárlengingu

Ég fékk þá ljómandi góðu hugmynd fyrir um það bil mánuði síðan að klippa mig stutt. Ég er að ljúga þegar ég segi að hugmyndin hafi verið ljómandi góð. Nei, hún var ein sú versta. Hvílík fljótfærni að fjarlægja næstum rasssítt hár á einu bretti. Ég var skoppandi kát daginn sem ég gekk út af …

HÁRIÐ: Klippti mig stutthærða og fór svo í hárlengingu Lesa færslu »

Leikhús: Svanir skilja ekki – Þú verður ekki svikin af þessari sýningu!

Leikritið  Svanir skilja ekki er í sýningu í Kassa Þjóðleikshússins þessa dagana. Verkið er eftir Auði Övu Ólafsdóttur og skartar þeim  Baldri Trausta Hreinssyni, Margréti Vilhjámsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur í aðalhlutverkum. Mér fannst verkið hreint út sagt dásamlega skemmtilegt en tel einnig afar líklegt að aðrir í salnum hafi verið mér sammála því hlátrasköllin glumdu. Konan …

Leikhús: Svanir skilja ekki – Þú verður ekki svikin af þessari sýningu! Lesa færslu »

Uppskrift: Besta fiskisúpa í heimi!

Til þess að hressa mig við á þessum frekar súra þriðjudegi ákvað ég að skella í uppáhalds súpuna mína til þess að hafa í kvöldmatinn. Þessi súpa sem hér um ræðir er fiskisúpa. Ég er nú að vísu ekki mikill sjávarafurðavinur en það er ekki hægt annað en að elska þessa súpu. Uppskriftin er fengin úr …

Uppskrift: Besta fiskisúpa í heimi! Lesa færslu »

LEVEL – ný verslun í Mosfellsbæ með íslenska hönnun

Fyrir skemmstu opnaði ný og glæsileg verslun í Mosfellsbæ. Verslunin ber nafnið LEVEL og er staðsett í Háholti 13-15 en eigandi LEVEL er Elísabet Maren Guðjónsdóttir… Elísabet kemur frá einum af fegurri stöðum á landinu, Seyðisfirði en í versluninni selur Elísabet sína eigin hönnum ásamt ýmsum öðrum gersemum.  Hér má sjá nokkrar myndir sem ég tók …

LEVEL – ný verslun í Mosfellsbæ með íslenska hönnun Lesa færslu »

Dútlað heima: Mikilfengleg naglalakkslist með plasti og vaselíni

Í þessar framkvæmdir þarf eftirfarandi… Vaseline og mjóan pensil. Naglalakkaðar neglur (alveg þurrar) og plastfilmu. Best er að byrja á því að pensla örlitlu Vaseline í kringum neglurnar – þá er ekkert mál að þrífa húðina ef eitthvað fer úrskeiðis. Rífið bút af plastfilmu og vöðlið (jájá það er orð) saman í kúlu. Naglalakkið eina …

Dútlað heima: Mikilfengleg naglalakkslist með plasti og vaselíni Lesa færslu »

Uppskrift: Raggi Reykás er guðdómlegur kjúklingaréttur

Þessi kjúklingaréttur var oft á borðum heima hjá mér þegar að ég var yngri og gekk þá undir nafninu Raggi Reykás. Aðrir gætu mögulega þekkt þennan rétt undir nöfnunum karrýkjúklingur eða kjúklingur í tómatsósu.  Skiptir ekki máli hvað þið kjósið að kalla þennan kjúkling – hann er guðdómlegur og eiginlega meira en það.  INNIHALD í Ragga Reykás: Heill kjúklingur …

Uppskrift: Raggi Reykás er guðdómlegur kjúklingaréttur Lesa færslu »

Uppskrift: Súkkulaðihúðað Oreopopp! Þú endurfæðist!

Þarna sérðu glitta í Oreokex já. Poppkorn. Og vænt magn af hvítu súkkulaði.    Ekki nema þrjú innihaldsefni: 1. Full skál af poppi 2. Hvítir súkkulaðidropar 3. Mulið Oreokex Ég væri til í að leggjast í baðkar fullt af muldu Oreoi. Með rauðvín. Og bók. Og Simon Cowell. Nei, Bill Spencer úr Glæstum vonum. Já, …

Uppskrift: Súkkulaðihúðað Oreopopp! Þú endurfæðist! Lesa færslu »

Uppskrift: Slutty Brownies – Besta kaka í heimi!

Ó, almáttugur. Mér er eiginlega orða vant – þessi kaka. Guð hjálpi mér! Ég og afkvæmi mitt liggjum hérna emjandi af ofáti. En hætti ég að borða? Nei. Ég skokka inn í eldhús hvað eftir annað til þess að ná mér í örlítinn bita. Bara smá flís í viðbót. Ég er auðvitað að ljúga þegar ég …

Uppskrift: Slutty Brownies – Besta kaka í heimi! Lesa færslu »

Snyrtivörur: Algjörlega frábær andlitshreinsir frá Shiseido!

Þessi andlitssápa kemur úr hinni sívinsælu og verðlaunuðu húðlínu Ibuki frá Shiseido. Línan er miðuð að konum á þrítugsaldri og á að hindra öldrun húðarinnar. Ég er einmitt mjög ginkeypt fyrir öllu sem lofar að halda mér ungri. Að eilífu. Sápan er afskaplega einföld í notkun og ofsalega drjúg. Það þarf ekki nema einn afar lítinn dropa …

Snyrtivörur: Algjörlega frábær andlitshreinsir frá Shiseido! Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Kryddað beikon-karamellu-popp

Þið lásuð rétt. Karamella. Beikon. Poppkorn. Þetta er stórkostlega undarlegt. Ég játa. En bragðið – almáttugur. Ég myndi alveg setjast í fullt baðkar af þessari dýrð. Með Bubba helst. Auðvitað. Kryddað karamellubeikonpopp   5-6 beikonsneiðar. Einn poki Stjörnupopp. Eða poki af örbylgjupoppi. Eða venjulegu. 1 og 1/2 teskeið matarsódi. 3/4 teskeið Cayenne pipar. 3 bollar af …

UPPSKRIFT: Kryddað beikon-karamellu-popp Lesa færslu »