Eva Gunnbjörnsdóttir

Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.

Eva Gunnbjörnsdóttir

BÍÓ: Örvarpið – Flottir sigurvegarar á nýrri kvikmyndahátíð!

Helgina 1-2 mars var í fyrsta skipti haldin Örmyndahátíð í Bíó Paradís. Hátíðin er ætluð öllum sem hafa áhuga á kvikmyndalist, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Um var að ræða uppskeruhátíð Örvarpsins, sem er örmyndahátíð Ríkissjónvarpsins. Síðasta haust var frumsýnd ný örmynd vikulega á ruv.is. Myndirnar voru 62 talsins en örmynd er skilgreind sem …

BÍÓ: Örvarpið – Flottir sigurvegarar á nýrri kvikmyndahátíð! Lesa færslu »

Tuttugu tónleikar til bjargar börnum! Vilt þú leggja þitt af mörkum?

Þessa dagana stunda ég námskeið í þróunar- og hjálparstarfi hjá ABC. Námskeiðið er upplýsandi og skemmtilegt. Samt ekki bara skemmtilegt. Það er líka átakanlegt að kynna sér þann kalda veruleika sem mörg börn búa við. Það sem kemur á óvart er  hvernig ABC er rekið og hve starf þeirra er víðtækt. Þetta er mikið hugsjónastarf …

Tuttugu tónleikar til bjargar börnum! Vilt þú leggja þitt af mörkum? Lesa færslu »

BÍÓ: The Internship í Laugarásbíó er góð skemmtun!

The Internship er skemmtileg gamanmynd sem verið er að sýna í Laugarásbíó en Owen Wilson og Vince Vaughn fara með aðalhlutverkin. Þessir leikarar bera á sér vissan gæðastimpil í gamanleik. Það er ennfremur Vince Vaughn sem skrifar handritið að myndinni. Fólk á sem sagt nokkurnveginn að vita að hverju það gengur, ef það á annað …

BÍÓ: The Internship í Laugarásbíó er góð skemmtun! Lesa færslu »

BÍÓ: Epic í Laugarásbíói – Epic skemmtun fyrir þig og krakkana!

Teiknimyndin Epic sem nú er verið að sýna í Laugarásbíó fjallar um unglingsstúlku sem kemur til þess að búa hjá pabba sínum en pabbinn er vísindamaður – vísindamaður sem trúir á töfraheim lítilla vera! Sagan er þroskasaga þessarar stelpu, þar sem óvæntir atburðir hafa áhrif á það hvernig hún fer að sjá heiminn í öðru …

BÍÓ: Epic í Laugarásbíói – Epic skemmtun fyrir þig og krakkana! Lesa færslu »

FRÉTT: Alma Rut biðlar til almennings – Fólk sefur úti á götu!

Alma Rut Lindudóttir hefur barist fyrir málefnum utangarðsfólks og kynnt sér vel þau úrræði sem eru í boði. Málefnið á hug hennar og hjarta enda var Loftur Gunnarsson, útigangsmaður og mikill öðlingsdrengur, vinur hennar. Loftur lést fyrir aldur fram en Alma segir að hefði hann fengið betri þjónustu og meiri aðhlynningu hefði hann ekki þurft …

FRÉTT: Alma Rut biðlar til almennings – Fólk sefur úti á götu! Lesa færslu »

BÍÓ: Fjallakvikmyndaátíð í Bíó Paradís í kvöld OG annað kvöld!!

Ég fór á fjallakvikmyndahátið í Bíó Paradís áðan og það var geggjað! Um er að ræða tvö kvöld svo að þú ert ekki búin að missa af öllu fjörinu en það er Íslenski alpaklúbburinn í samstarfi við Bíó Paradís, Íslenska fjallaleiðsögumenn og 66° Norður sem halda hina árlegu BANFF fjallakvikmyndahátíð – 1. og 2. maí. …

BÍÓ: Fjallakvikmyndaátíð í Bíó Paradís í kvöld OG annað kvöld!! Lesa færslu »

Verðlaunasýningin Walking Mad: Mikil orka á sviðinu, auðvelt að hrífast með

Síðustu helgi var frumsýning á Walking Mad í Borgarleikhúsinu en það er ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN sem flytur verkið á þessu fertugasta starfsári flokksins! Það er Johan Inger, fyrrverandi leikrænn stjórnandi Cullberg Balletflokksins og meðlimur í Konunglega balletflokknum í Svíþjóð og Netherlands Dance Theatre, sem hefur skapað glæsilegt verk fyrir níu dansara. Dansverkið er sett fram við …

Verðlaunasýningin Walking Mad: Mikil orka á sviðinu, auðvelt að hrífast með Lesa færslu »

KVIKMYNDIR: Hver var Hannah Arendt?

Um þessar mundir er enn í sýningu kvikmynd um Hönnu Arendt í Bíó Paradís, en myndin var svo vinsæl á Þýskum kvikmyndadögum að ákveðið var að hafa hana áfram í sýningu. Hún fjallar um heimspekinginn og „fjölfræðinginn” Hönnu Arendt sem skók heiminn með því sem hún kallaði „lágkúrulega illsku“. Arendt var frá Þýskalandi og af …

KVIKMYNDIR: Hver var Hannah Arendt? Lesa færslu »

BÍÓ: The Croods í Laugarásbíó – Ævintýraheimur lifnar við!

Um páska gefst fólki tækifæri til þess að slappa af, borða fullt af súkkulaði, lesa bækur og auðvitað fara í bíó! Og það er einmitt það sem ég gerði um páskana með henni dóttur minni sem er níu ára.  Í Laugarásbíó er verið að sýna fjölskyldumyndina Croods. Myndin fjallar um hellisbúa sem einn dag neyðast …

BÍÓ: The Croods í Laugarásbíó – Ævintýraheimur lifnar við! Lesa færslu »

Karma fyrir fugla: Stórkostlegt verk um konur!! Skrifað af konum

Karma fyrir fugla er nýtt leikrit, frumraun þeirra Kristínar Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudóttur sem leikskálda en þær eru myndlistamenntaðar. Áður hefur Kristín m.a. gefið út ljóðabækur og skáldsöguna Hvítfeld (sem hefur fengið góða dóma). Þessar ungu konur skrifa hér magnaðan texta. Það má segja að verkið sé mjög hugrakkt, það er afar beitt og …

Karma fyrir fugla: Stórkostlegt verk um konur!! Skrifað af konum Lesa færslu »

Fyrirheitna landið: Hilmir heldur verkinu á háu plani

Í Þjóðleikhúsinu er verið að sýna verk eftir þekkt breskt leikskáld, Jez Buttersworth, sem heitir á frummáli “Jerusalem” eftir ljóði Williams Blake. Í uppsetningu Þjóðleikhússins er verkinu: “Fyrirheitna landið – Jerúsalem” leikstýrt af Guðjóni Pedersen en hann er reyndur leikstjóri sem t.d. leikstýrði verðlaunaverkinu Afmælisveislunni. Fyrirheitna landið – Jerúsalem hefst á því að kynna til …

Fyrirheitna landið: Hilmir heldur verkinu á háu plani Lesa færslu »

LEIKHÚS: Macbeth í Þjóðleikhúsinu – Mögnuð tilraunakennd klassík!

Ég fór á Macbeth í uppsetningu Þjóðleikhússins um helgina sem leið. Það er skemmst frá því að segja að hér er um að ræða magnað listaverk! Í fyrsta lagi er verkið eitt áhrifaríkasta leikrit fyrr og síðar og af mörgum talið vera það besta sem Shakespeare skrifaði. Texti verksins er margslunginn og þýðingarmikill og innihald …

LEIKHÚS: Macbeth í Þjóðleikhúsinu – Mögnuð tilraunakennd klassík! Lesa færslu »

FRÉTT: MAC gefur 2.5 milljónir til styrktar HIV samtaka Íslands – VIVA GLAM!

1. desember er alþjóðlegur baráttudagur gegn HIV. Snyrtivörufyrirtækið MAC hefur verið stór styrktaraðili forvarnarstarfsins gegn HIV-veirunni allt frá árinu 1994 en allur hagnaður af Viva Glam gloss og varalit rennur í forvarnarsjóð um heim allan. Í dag gefur snyrtivörufyrirtækið MAC ennfremur 2,5 milljónir  til samtakanna HIV-Íslands sem skiptir sköpum fyrir fræðslustarf hér á landi!! Peningarnir söfnuðust í gegnum sölu …

FRÉTT: MAC gefur 2.5 milljónir til styrktar HIV samtaka Íslands – VIVA GLAM! Lesa færslu »

LEIKHÚS: Börnin hefja leitina að jólunum í Þjóðleikhúsinu!

Leitin að jólunum er sýnt í Þjóðleikhúsinu áttunda árið í röð. Þetta bráðskemmtilega barnaleikrit er eftir myndlistarmanninn og rithöfundinn Þorvald Þorsteinsson en hann samdi m.a. bækurnar um Blíðfinn og ævintýrasöngleikinn Skilaboðaskjóðuna. Sýningin Leitin að jólunum hefur verið vinsæl í mörg ár en hún hlaut Grímuverðlaun sem besta barnasýning leikársins 2006. Leitin að jólunum hefur verið …

LEIKHÚS: Börnin hefja leitina að jólunum í Þjóðleikhúsinu! Lesa færslu »

Í BÍÓ: Velkomin á Hótel Transylvaníu!!

Í Laugarásbíó er verið að sýna teiknimyndina Hótel Transylvanía en myndin fjallar um Drakúla sem rekur 5 stjörnu “skrímslahótel” langt í burtu frá mannabyggðum í Transylvaníu. Í þessari bíómynd er hlutverkum manna og skrímsla snúið á hvolf: Hér eru það Drakúla, vampírur, skrímsli, múmíur, “ósýnilegi maðurinn” og önnur furðudýr sem eru hrædd við mannfólkið. Drakúla …

Í BÍÓ: Velkomin á Hótel Transylvaníu!! Lesa færslu »

LEIKHÚS: Brjálaðir Bastarðar í Borgarleikhúsinu – Snilld frá Vesturporti!

Leikritið Bastarðar er sýnt í Borgarleikhúsinu og var frumsýnt síðasta laugardag. Um er að ræða samnorrænt samstarf á milli Borgarleikhússins og Vesturports, sænska leikhússins Malmö Stadsteater og hins danska Får302. Verkið er skrifað af Gísla Erni Garðarsyni og bandaríska handritshöfundinum Richard LaGravenese en þeir fengu innblástur úr sögunni um Karamazov bræður eftir Dostojevski. Þeir fóru …

LEIKHÚS: Brjálaðir Bastarðar í Borgarleikhúsinu – Snilld frá Vesturporti! Lesa færslu »