Bella Baldurs

Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi. Hún hefur farið á 50 sjálfshjálparnámskeið, lesið þúsund bækur um andlegan þroska og byrjar hvern dag á innhverfri íhugun áður en hún fær sér rafsígarettu í munnstykki og tvöfaldan espresso. Bella er ekkert að skafa af því, hún er alltaf hún sjálf og þú getur líka sagt henni allt. Hún dæmir engan. Bella tekur á móti skilaboðum á: pjatt (hja) pjatt.is

Bella Baldurs

SAMBÖND: Klofað á milli landa með kokteil í annari og konu í hinni

Konur gera oft þau mistök að láta sambandið við makann skipta sig öllu máli í lífinu. Þær gefa sér ekki tíma til að djamma með vinkonum sínum, hafa fá áhugamál sem krefjast tíma utan fjölskyldunnar, eru lítið í því að frekjast með að fá sinn tíma, bara fyrir sjálfar sig. Þetta er kannski ekki svo …

SAMBÖND: Klofað á milli landa með kokteil í annari og konu í hinni Lesa færslu »

KYNLÍF: Kalli sem vildi stunda kynlíf eins og klámmyndaleikari

Þegar ég var ung og barnlaus svaf ég einu sinni hjá Kalla en Kalli kallaðist strákur sem var að reyna við okkur í vinkonuhópnum til skiptis. Aðal pikköpp línan hans var að hann kynni tantranudd. Þetta var svona sætur, andlegur, mótorhjólastrákur sem var duglegur í ræktinni og kunni já… tantranudd. Við vorum þrjár sem létum …

KYNLÍF: Kalli sem vildi stunda kynlíf eins og klámmyndaleikari Lesa færslu »

SAMBÖND: Nei sko … ertu giftur, flottur hringur!

Rinng… rinng…..ggggg… Ég lá upp í sófa og horfði á sjónvarpið þegar besta vinkonan hringdi og bað mig vinsamlegast að drulla mér í gallann, hún væri að sækja mig á djammið og kæmi eftir þrjár! Ohhh… svona er að eiga góða vini sem vilja manni svo vel en skilja bara ekki að ég er kannski löngu …

SAMBÖND: Nei sko … ertu giftur, flottur hringur! Lesa færslu »

KYNLÍF: Ekki sitja uppi með kynsjúkdóm eða vonlausan barnsföður

Við sátum nokkrar vinkonurnar á kaffihúsi þegar ein okkar fékk símtal. Hún þurfti að skutla vinkonu í Apótek að kaupa “neyðarpilluna” en svo kallast pillan sem kemur í veg fyrir myndun fósturvísis ef grunur leikur á um getnað. Við fórum að spá í hvers vegna vinkonan notaði ekki smokkinn eða aðra getnaðarvörn fyrst hún vildi …

KYNLÍF: Ekki sitja uppi með kynsjúkdóm eða vonlausan barnsföður Lesa færslu »

GÓÐ RÁÐ: 13 ráð til að gleyma fyrrverandi og ná í grúvið sitt aftur

Ertu nýhætt í sambandi og veist ekkert hvernig þú átt að haga þér eftir sambandsslitin? Hér að neðan eru nokkur góð ráð til að komast aftur í gírinn og fá “grúvið” sitt aftur. 1. Lokaðu á öll samskipti Ekki vera endalaust að senda honum sms, eða skilaboð á Facebook. Eyddu símanúmerinu hans, taktu hann út …

GÓÐ RÁÐ: 13 ráð til að gleyma fyrrverandi og ná í grúvið sitt aftur Lesa færslu »

SAMBÖND: Hvar er jafnréttið? ALLIR eiga að halda heimilinu hreinu

Jafnréttisbaráttan er enn í gangi á flestum vígstöðvum en fólk virðist gleyma því að jafnréttið byrjar á heimilinu. Ein helsta ástæða sambandsörðugleika eru t.d. rifrildi um þrifin en samkvæmt mínum vinkonum og kunningjum þá eru þær að sjá um flest öll heimilisstörf ásamt því að vera í fullri vinnu. Ég ætla ekki einu sinni að …

SAMBÖND: Hvar er jafnréttið? ALLIR eiga að halda heimilinu hreinu Lesa færslu »

GÓÐ RÁÐ: Fráskilin vinkona gerir upp svefnherbergið – MYNDIR!

Ég hitti vinkonu í kaffi í vikunni. “Bella, mig langar til þess að fá hugmyndir að sexy og rómó svefnherbergi.” Þessi vinkona mín skildi við manninn sinn núna um áramótin og er enn í íbúðinni þeirra. „Ég hef engu breytt eða bætt við heimilið og ég finn fyrir þörf þessa dagana að taka til hendinni”, …

GÓÐ RÁÐ: Fráskilin vinkona gerir upp svefnherbergið – MYNDIR! Lesa færslu »

SAMSKIPTI: Kanntu þig ekki manneskja? Nokkrar leiðir til að bæta mannasiðina

Eitt af því sem ég rek mig á í daglegu lífi er hvað kurteisi og mannasiðir eru á miklu undanhaldi. Mér finnst það sorglegt vegna þess að kurteisi kostar ekkert en maður uppsker hinsvegar ríkulega ef maður temur sér almenna kurteisi og mannasiði. Tökum hið klassíska dæmi með afgreiðslufólk, gott afgreiðslufólk á að sjálfsögðu að …

SAMSKIPTI: Kanntu þig ekki manneskja? Nokkrar leiðir til að bæta mannasiðina Lesa færslu »

SAMBÖND: Munurinn á heilbrigðu og óheilbrigðu sambandi

Á leið okkar um lífið eigum við í margskonar samböndum við fólk, bæði maka, fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Við komumst á séns, eigum vini og vinkonur, foreldra og systkini og öll þessi sambönd eru ólík á sinn hátt. Þau bjóða upp á möguleika þess að við þroskumst og blómstrum sem einstaklingar, fáum aukið sjálfstraust, njótum …

SAMBÖND: Munurinn á heilbrigðu og óheilbrigðu sambandi Lesa færslu »