Anna Margrét

Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn bæði í Svíþjóð og Suður Ameríku. Þessa stundina stundar hún nám í viðskiptafræði við HÍ en áður hefur hún lært skapandi skrif, verið verslunarstjóri í Mýrinni og dansað ballet í fimmtán ár. Í framtíðinni ætlar hún að vera frumkvöðull og komast á toppinn íklædd teinóttu. Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.

Anna Margrét

TÍSKA: Net-a-porter og listin að láta sig langa – Myndbönd

Það kostar ekkert að láta sig langa, sagði móðir mín við mig hughreystandi þegar ég andvarpaði með nefið klesst við búðarglugga. Bleikglimmer-fjaðurskreyttu gúmmístígvélin sem blikkuðu ef maður stappaði urðu greinilega ekki mín þennan daginn. Líklegast hef ég gengið álút í burtu og full vonbrigða út í þetta líf sem var ekki alltaf eftir mínu höfði. …

TÍSKA: Net-a-porter og listin að láta sig langa – Myndbönd Lesa færslu »

SNYRTIVÖRUR: See By Chloé – Sumarilmurinn minn í ár

Sumar eitt vann ég í snyrtivörudeild. Á milli þess sem ég afgreiddi viðskiptavini og reyndi mitt besta að spreyja ekki beint í augun á þeim (slysin gerast) þá dundaði ég mér við að lykta af hinum og þessum ilmvötnum sem verslunin hafði upp á að bjóða. Lyktarskynið er eitt áhugaverðasta verkfæri sem líkaminn okkar býr …

SNYRTIVÖRUR: See By Chloé – Sumarilmurinn minn í ár Lesa færslu »

Í leit að gulli og gersemum: Góð ráð þegar kaupa skal second-hand

Er þetta ekki allt notað; með svitablettum og subbulegheitum? Kemur þetta úr dánarbúi? Af hverju er svona skrýtin lykt hérna? Á unglingsárum mínum vann ég í verslun sem selur notuð föt, eða second-hand fatnað eins og kempurnar kalla það. Þar eru til sölu já; gömul föt. Stundum koma þau frá einstaklingum en mikið eru gamlir lagerar sem hafa …

Í leit að gulli og gersemum: Góð ráð þegar kaupa skal second-hand Lesa færslu »

Af heillandi ævi ófríða kvennamannsins Serge Gainsbourg

  Fyrir nokkrum árum sá ég kvikmyndin “Gainsbourg (Vie héroïque)”. Hún fjallar um franska söngvarann og tónskáldið Serge Gainsbourg, líklega þekktastur fyrir að stynja lagið Je t’aime…mon non plus, ásamt þáverandi konu sinni Jane Birkin, við ónefndar aðstæður. Gubbupest hafði verið gestur á bænum yfir þá helgina og því lágu heimilismenn þungt haldnir af sjálfsvorkunn. …

Af heillandi ævi ófríða kvennamannsins Serge Gainsbourg Lesa færslu »

HEILSA: Ert þú sérfræðingur í að gera óeðlilegar kröfur til líkama þíns?

Ert þú í átaki fyrir sumarið? Ætlaru að vera bomba í bikiníi á Benedorm í sumar? Þú ert þá ekki ein. Við erum allar komnar á tuttuguasta djúskúrinn, búnar að klippa út kolvetnið og hamast svo í spinningtímum að heimilis hamsturinn myndi skammast sín. Ekki láta mig draga úr þér, hóflegur metnaður er af hinu …

HEILSA: Ert þú sérfræðingur í að gera óeðlilegar kröfur til líkama þíns? Lesa færslu »

Varúð! Topp 10 hættulegustu snyrtivörurnar til að taka með á djammið

Á leiðinni út, hvort sem er það er í veislu eða bara út á lífið með góðum vinum, ætlum við dömurnar oft að vera útsjónasamar og pökkum því í flýti niður nokkrum vel völdum snyrtivörum. Fullvissar höldum við út í þeirri trú um að þessi tæki og tól munu hjálpa okkur við að halda húðinni …

Varúð! Topp 10 hættulegustu snyrtivörurnar til að taka með á djammið Lesa færslu »

Blondinbella: Sænsk ljóska, hálfnuð með að sigra heiminn!

Blondinbella eða Isabella Lövengrip, er 22 ára gömul, fædd og uppalin í Stokkhólmi. Eftir hinni klassísku sænsku uppskrift er hún bæði ljóshærð og bláeygð, brosmild og kát. Fæstum myndi bregða við þessa lýsingu enda má segja með sanni að þarna sé verið að lýsa, næstum því, öllum skandinavískum stúlkum. Hins vegar er Blondinbella frábrugðin öðrum …

Blondinbella: Sænsk ljóska, hálfnuð með að sigra heiminn! Lesa færslu »