Anna Margrét

Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn bæði í Svíþjóð og Suður Ameríku. Þessa stundina stundar hún nám í viðskiptafræði við HÍ en áður hefur hún lært skapandi skrif, verið verslunarstjóri í Mýrinni og dansað ballet í fimmtán ár. Í framtíðinni ætlar hún að vera frumkvöðull og komast á toppinn íklædd teinóttu. Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.

Anna Margrét

SNYRTIVÖRUR: Benecos – Fegurð án rotvarnarefna

Nú þegar ESB hyggst banna paraben í snyrtivörum er vert að kynna sér þær snyrtivörur sem eru lausar við slík skaðleg aukaefni. Umræddar paraben-fríar snyrtivörur flokkast sem hreinar snyrtivörur og eru án allra paraben efna, paraffin, silicon, peg, óæskilegra litar- og ilmefna, án allra rotvarnarefna og innihalda engin erfðabreytt efni. Allt er vænt sem vel er grænt Eitt …

SNYRTIVÖRUR: Benecos – Fegurð án rotvarnarefna Lesa færslu »

ÚTLIT: Náttúruleg augnkol fyrir seiðandi útlit

Frá tímum forn Egypta hafa bæði konur og menn notað kol til að undirstrika augun, auka styrkleika þeirra, verja þau og vernda fyrir hinu illa. Undanfarið hef ég notað sambærileg kol til að mála augun, ekki ósvipuð þeim sem sem sjálf Kleópatra notaði til að ná fram sínu seiðandi augnaráði. Kolin nefnast Indian Kajal og …

ÚTLIT: Náttúruleg augnkol fyrir seiðandi útlit Lesa færslu »

HELGIN: Heitir þú Anna? Þá færðu mjög ódýra drykki um helgina…

Anna hefur löngum verið eitt vinsælasta kvenmannsnafnið á Íslandi og í raun má heyra nafnið í nær öllum löndum í heiminum. Í tilefni af þessum gríðarlegu vinsældum ætlar skemmtistaðurinn Glaumbar að heiðra allar Önnur og halda svokallaða Önnuhelgi. Allar konur sem mæta á staðinn og geta staðfest Önnu-nafngiftina með skilríkjum fá skot eða bjór á barnum …

HELGIN: Heitir þú Anna? Þá færðu mjög ódýra drykki um helgina… Lesa færslu »

TÍSKA: Eldri tískudrottningar sem versla second hand og í Topshop

Eitt af því sem einkennir tískuheiminn, og virðist aldrei ,,detta úr tísku” er að æskan er allt. Tíska gengur út á að allt sé nýtt, ferskt og ungt. Aldur er viðkvæmur fyrir margar tískudrósir og það að færast yfir á elliárin er algjört fashion-faux-pas. Fyrir stuttu var frumsýndur í Bretlandi fyrsti hluti af heimildarmyndaseríunni Fabulous Fashionistas …

TÍSKA: Eldri tískudrottningar sem versla second hand og í Topshop Lesa færslu »

ÚTLIT: Gullfalleg augnskuggapalletta frá Chanel – Seduction – Kennsla

    Í vor kom út ný augnskuggapalletta frá Chanel. Þar eru valdir fjórir litir saman í pallettu. Línan kallast Les 4 ombres og eru litirnir hver öðrum fallegri. Ég fékk í hendurnar eina af slíkum pallettum, nánar tiltekið Seduction nr. 43 og prufaði því að gera klassíska kvöldförðun með henni. Nú hef ég alltaf …

ÚTLIT: Gullfalleg augnskuggapalletta frá Chanel – Seduction – Kennsla Lesa færslu »

HEILSA: Einkaþjálfun, hugarfarsbreytingar og andlegt gjaldþrot

Ágúst byrjun. Í fyrsta skipti á ævinni var ég mætt í einkaþjálfun í Hreyfingu. Ég dreg andann djúpt inn og í leiðinni reyni ég að draga inn magann, með miklum erfiðismunum. Ég ætla deila með ykkur, kæru lesendur, minni upplifun af því að vera í einkaþjálfun hjá hinum geðþekka Ingó og hvernig mín nálgun er á heilbrigt líferni. …

HEILSA: Einkaþjálfun, hugarfarsbreytingar og andlegt gjaldþrot Lesa færslu »

Föstudagskokteillinn: Grand Goji Collins & nýr matseðill á LOFTINU

Kokteilbarinn Loftið hefur á skömmum tíma náð að skapa sér nafn sem einn vinsælasti staður borgarinnar. Kokteilamenningin á Íslandi hefur sótt í sig veðrið undanfarið og spilar Loftið stóran þátt í því að íslendingar eru nú farnir að njóta þess að drekka góða kokteila. Föstudagskokteill þessa vikuna er  töfraður fram af liðsmönnum Loftsins og heitir Grand …

Föstudagskokteillinn: Grand Goji Collins & nýr matseðill á LOFTINU Lesa færslu »

ÚTLIT: Góður primer er gulls ígildi – 5 frábærir farðagrunnar

Margir velta fyrir sér mikilvægi primera, eða farðagrunna, og hver tilgangurinn sé með notkun þeirra. Líkt og kom fram í þessari úttekt á primerum sem birtist á Pjattinu í fyrra virkar primer nákvæmlega eins og grunnur sem borinn er á flöt áður en hann er málaður. Þú getur verið með besta farða sem til er en ef húðin …

ÚTLIT: Góður primer er gulls ígildi – 5 frábærir farðagrunnar Lesa færslu »

Ferðalög: CitizenM í Amsterdam – Magnað hönnunarhótel á góðu verði

Fyrir stuttu fór í ég borgarferð til hinnar sökkvandi Amsterdam. Dvölin var frábær í alla staði enda mögnuð borg með ríka sögu og rótgróna menningu. Það sem stendur hins vegar uppúr og gerði ferðina svo eftirminnilega var hótelið sem ég dvaldi á en það heitir hinu sérkennilega nafni CitizenM. Amsterdam býður upp á óteljanlega spennandi hluti …

Ferðalög: CitizenM í Amsterdam – Magnað hönnunarhótel á góðu verði Lesa færslu »

UPPSKRIFT: Brakandi ómótstæðilegt hvítlauksbrauð með bræddum osti

Stundum er gott hvítlauksbrauð allt sem þarf til að gera venjulegt pasta að dýrindis ítalskri veislu. INNIHALD Ferskt baguette-brauð eða annað brauð sem þér finnst best (t.d. spelt) 4 msk. hvítlaukur, marinn 1/2 dl. ólífuolía 1/2 msk. ósaltað smjör Klípa af svörtum pipar 1/4 tsk. hvítlaukssalt 1/2 dl. steinselja Handfylli af rifnum osti AÐFERÐ Hitið …

UPPSKRIFT: Brakandi ómótstæðilegt hvítlauksbrauð með bræddum osti Lesa færslu »

Þyri Huld dansari (26): “Eggjabaka með stöppuðum banana í morgunmat”

Þyri Huld Árnadóttir sló í gegn í fyrstu seríunni af Dans Dans Dans og heillaði þar áhorfendur upp úr skónum sem kattliðuga dansdýrið. Þyri hefur ferðast um heiminn og sýnt verk, dansað með Íslenska Dansflokknum og kennt lengi hjá bæði danslistaskóla JSB og Listdansskóla Íslands en sem atvinnudansari er hollt matarræði og hreyfing stór hluti af …

Þyri Huld dansari (26): “Eggjabaka með stöppuðum banana í morgunmat” Lesa færslu »

ÚTLIT: Seiðandi augnskuggapalletta YSL 2013

Um daginn fékk ég í hendurnar sumarlínu Yves Saint Laurent. Litirnir í henni minna á sólarlag í Sahara eyðimörkinni og eru hver öðrum fallegri. Ég ákvað að prufa mig áfram með augnskuggapallettuna í línunni ásamt fjólubláum augnblýanti sem fylgir einnig með. Eftir stutta umhugsun ákvað ég að gera klassíska brúna skyggingu að ofan og nota …

ÚTLIT: Seiðandi augnskuggapalletta YSL 2013 Lesa færslu »

Oprah Winfrey (59): Taugaáfall eftir 25 ár á toppnum

Oprah Winfrey hefur áorkað ótrúlegum hlutum á ævi sinni. Að telja upp öll hennar frábæru verkefni og langa feril tæki allan daginn en það mætti þó segja að þetta sé einstaklingur sem á sér engin takmörk. Oprah sjálf var alltaf fullviss um eigin krafta þangað til fyrir stuttu þegar fjölmiðladrottningin fór að finna fyrir brestum í …

Oprah Winfrey (59): Taugaáfall eftir 25 ár á toppnum Lesa færslu »

HEILSA: 2 kg fituklumpur fær þig til að borða hollt

Að missa sig ekki í handabaksnagi og sjálfsvorkunn yfir að hafa freistast getur verið erfitt. Þá gildir að vera harðákveðinn með sín markmið, þurrka tárin og halda áfram að hamast og borða hollt. Eitt allra sniðugasta hjálpartækið til þess að halda drifkraftinum til að æfa og borða hollt er einfaldlega eitt stykki af (gervi-) fitu …

HEILSA: 2 kg fituklumpur fær þig til að borða hollt Lesa færslu »

DIY: Spreyjaðu gólfmottuna neon-litaða

Leið mín til föndurlands hefur ekki verið auðveld. Oftar en einu sinni hefur reykskynjarinn farið í gang og ég hef jafnvel fengið símhringingar frá áhyggjufullum nágrönnum sem héldu að þriðja heimstyrjöldin væri um það bil að hefjast í íbúðinni minni. (Áhyggjur þeirra voru byggðar á afar sannfærandi látum og tilheyrandi reykjarmökk – ég var að …

DIY: Spreyjaðu gólfmottuna neon-litaða Lesa færslu »