Reykjavik
18 Mar, Monday
4° C
TOP

Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn bæði í Svíþjóð og Suður Ameríku. Þessa stundina stundar hún nám í viðskiptafræði við HÍ en áður hefur hún lært skapandi skrif, verið verslunarstjóri í Mýrinni og dansað ballet í fimmtán ár. Í framtíðinni ætlar hún að vera frumkvöðull og komast á toppinn íklædd teinóttu. Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.