Anna Margrét

Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn bæði í Svíþjóð og Suður Ameríku. Þessa stundina stundar hún nám í viðskiptafræði við HÍ en áður hefur hún lært skapandi skrif, verið verslunarstjóri í Mýrinni og dansað ballet í fimmtán ár. Í framtíðinni ætlar hún að vera frumkvöðull og komast á toppinn íklædd teinóttu. Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.

Anna Margrét

Talaðu mörg tungumál OG fylgstu með tískunni á sama tíma

Tungumál er eina leiðin fyrir okkur mannfólkið til að tjá okkur og koma skilaboðum á milli hvors annars. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvernig boðskiptakerfi á milli dýra virka en allstaðar í náttúrunni liggja tungumál og  samskiptakerfi hönnuð til tjáningar. Ég tala sjálf fjögur tungumál án erfiðleika, þar að auki tala ég tvö önnur tungumál  lítillega …

Talaðu mörg tungumál OG fylgstu með tískunni á sama tíma Lesa færslu »

LÍFIÐ: Beðið eftir sumrinu með Pintrest

Loksins er febrúar liðinn og vetrarmánuðunum fer óðum fækkandi – og ég anda léttar. Ekki misskilja mig, veturinn getur verið hinn indælasti tími en stundum þegar ég horfi á dúnúlpuna mína  þá langar mig að öskra (það kemur fyrir að ég bókstaflega öskri, heimilisfólki mínu eflaust til ama). Nú eru hinsvegar blikur á lofti og …

LÍFIÐ: Beðið eftir sumrinu með Pintrest Lesa færslu »

Háskóladagurinn 1. mars – Menntun er máttugt tól

Að hefja háskólanám er stór ákvörðun fyrir flesta. Margir þurfa að minnka við sig og jafnvel hætt í vinnu, endurskipuleggja heimilislífið og raunar breyta um lífstíl. Ef maður rekur heimili og fjölskuldu hækkar flækjustigið þar að auki talsvert. En af hverju ættiru þá að ráðast í meiri menntun? Er þetta ekki bæði dýrt, tímafrekt og …

Háskóladagurinn 1. mars – Menntun er máttugt tól Lesa færslu »

Frestunarárátta og fyndnasta fólkið á internetinu

Frestunaráráttan mín lýsir sér þannig að fyrir hvern mikilvægan fullorðinshlut sem ég þarf að gera (borga reikninga, hringja í LÍN, kaupa ryksugupoka) þarf ég að gera tíu ófullorðinslega hluti. Það útskýrir kannski af hverju það er búið að taka mig áratug að taka bílpróf. Með tíð og tíma hef ég náð að skerpa frestunaráráttuna mína …

Frestunarárátta og fyndnasta fólkið á internetinu Lesa færslu »

Hvað er að gerast? – Beyonce dansar í Kramhúsinu og þér er boðið með!

Þriggja ára gömul sneri ég mér í hringi á stofugólfinu með gamlan stráhatt á höfðinu á meðan móðir mín (eflaust með niðurbældan hlátur) spurði hvort ég vildi fara í ballett. Ég sló til, hæstánægð með málin en sjálfri fannst mér óþarfi að fara í balletskóla – ég var jú nú þegar orðin stórstjarna (sbr. stráhattinn) og …

Hvað er að gerast? – Beyonce dansar í Kramhúsinu og þér er boðið með! Lesa færslu »

HEILSA: 5 Góð ráð til að lifa af heimsóknir Rósu frænku

Flestar ef ekki allar konur munu á einhverjum tímapunkti finna fyrir óþægindum á meðan mánaðarlegum blæðingum stendur. Já eða… “óþægindum” Við vitum allar að þetta er aðeins meira en óþægindi. Ef það flokkast að líða eins og sjötíu flóðhestar í yfirþyngd hafi notað legið þitt sem trampólín sem óþægindi þá já, ég get vottað fyrir það – sérlega óþægilegt …

HEILSA: 5 Góð ráð til að lifa af heimsóknir Rósu frænku Lesa færslu »

Margot Tenenbaum – Þunglynd og stórskemmtileg!

Oftar en ekki hafa vinir og vandamenn haft orð á því að ég sé óvenjulega óþolinmóð þegar verið er að horfa á bíómyndir. Ég verð óþreyjufull, missi athyglina og fljótlega allan áhuga. Við þessum ókost hef ég reynt að bregðast við með því að raða upp nagalökkum, handaáburði, krossgátu, tímaritum, myndaalbúum, uppskriftarbókum og spilastokk við …

Margot Tenenbaum – Þunglynd og stórskemmtileg! Lesa færslu »

Heilsa: Kókosmjólkurhristingur með súkkulaðisveiflu

Heilsufæði – Titillinn fékk þig kannski til að andvarpa? Margir vilja stundum halda því fram að matur sem flokkast sem heilsufæði sé ekkert sérlega spennandi og jafnvel ekki svo bragðgóður. Nú er ég starfandi heilaskurðlæknir og næringarfræðingur, heilsuþerapisti, íþróttafræðingur, sjúkraþjálfari, fitnesskeppandi og ljóðskáld. Og leigubílsstjóri. Sem fagmanneskja get ég fullvissað þig um að heilsumatur, hollur …

Heilsa: Kókosmjólkurhristingur með súkkulaðisveiflu Lesa færslu »

Snyrtivörur/Heilsa: Húð mín fann hamingjuna með Episilk Serum

Öll þekkjum við gullnu reglurnar í húðumhirðu: Góður svefn Takmörkuð sólböð Almennt heilbrigði Hinsvegar getur húðin tekið upp á að vera með leiðindi yfir nánast hverju sem er, enda hálfgert ólíkindatól. Húðin mín þjáist til dæmis af einhverskonar áráttuhegðun, það má helst ekkert breytast. Því hef ég lengi leitað mér að einhverju sem getur róað …

Snyrtivörur/Heilsa: Húð mín fann hamingjuna með Episilk Serum Lesa færslu »

Heilsa/Uppskrift: ‘Chillað’ avakadó með salt og pipar

Verandi ofurkona (lögverndað starfsheiti) þá hef ég oftast lítinn tíma til að útbúa heilar máltíðir yfir daginn, sérstaklega þegar kemur að millimáli. Fyrir þá sem eru að reyna passa upp á matarræðið geta millimálin oft orðið flókin. Vörur eins og Jólajógúrt virðist vera ósköp saklaust og sniðugt snarl en í raun gætiru allt eins troðið …

Heilsa/Uppskrift: ‘Chillað’ avakadó með salt og pipar Lesa færslu »

TÍSKA: 90’s auglýsingar – Bold & the beautiful

Sem nostalgíuperra finnst mér óskaplega gaman að fara í Kolaportið eða róta hjá Braga bóksala og finna gömul tískublöð. Æskuminningar mínar eru margar hverjar tengdar við tískublöð því ég eyddi tímunum saman við að fletta þeim og skoða. Auglýsingarnar voru yfirleitt uppáhaldið mitt – enda nennti 8ára ég sjaldan að lesa viðtöl og greinar (ómálefnalegt …

TÍSKA: 90’s auglýsingar – Bold & the beautiful Lesa færslu »

Kennsla: Árshátíðarförðun með Benecos vörum – MYNDBAND

Nú þegar styttist í jólahlaðborðin, árshátíðar og áramót er alltaf gaman að kynna sér nýjar leiðir í förðun. Fyrir þær sem ekki eru vanar að farða sig meira en staðlaða aðgerðin ,,Maskari-púður-gloss-BÚIÐ!” getur þessi tilraunastarfsemi verði ansi yfirþyrmandi. Hér fyrir neðan er stórskemmtilegt myndband með undirritaðri þar sem ég geri fremur einfalt (en glæsilegt) árshátíðarútlit …

Kennsla: Árshátíðarförðun með Benecos vörum – MYNDBAND Lesa færslu »

GOTT GRÍN: Skrýtnar og skondnar brúðkaupsmyndir

Brúðkaup eru mörgum konum mikið kappsmál, sumar okkar eru meira að segja löngu búnar að plana stóra daginn í huganum – og eiga leynimöppu heima (undirrituð þar með talin). Þegar brúðkaupsdagurinn er festur á filmu er margt sem þarf að huga að – útlitið þarf að vera óaðfinnanlegt, birtan rétt, makinn þarf að vera með …

GOTT GRÍN: Skrýtnar og skondnar brúðkaupsmyndir Lesa færslu »

Kennsla: Rómantísk kvöldförðun með Benecos-vörum

Fyrir stuttu fjallaði ég um lífrænar snyrtivörur, paraben-fría fegurð og lífræna snyrtivörumerkið Benecos. Ég fékk tækifæri til að kynna mér Benecos enn betur og búa til nokkur falleg förðunarútlit með vörunum. Ég var eins og barn í Nammlandi þegar ég fékk tækifæri til að leika mér með allar Benecos-vörurnar, mögulega var ég í speglinum að …

Kennsla: Rómantísk kvöldförðun með Benecos-vörum Lesa færslu »

FRÉTT: Leonardi DiCaprio (38) er á landinu – STAÐFEST!

Staðfestar fréttir segja að stórstjarnan Leonardo DiCaprio sé staddur á Íslandi um þessar mundir! Lítið annað er vitað um ferðir stórleikarans eða í hvaða erindagjörðum hann er hér á landi en mögulega er hann að kanna umhverfið fyrir tökur á nýrri mynd sem hann hyggst framleiða. Við seljum það ekki dýrar en við keyptum það… …

FRÉTT: Leonardi DiCaprio (38) er á landinu – STAÐFEST! Lesa færslu »