Anna Kristín

Anna Kristín Halldórsdóttir er uppeldis -og menntunarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi og margmiðlunarhönnuður. Með áhuga á ljósmyndum, tölvum, fötum og bókum. Hún elskar Kína og kínverska menningu, gengur marga km á dag og er að búa sig undir að ganga Jakobsstíginn. Hún býr í Hafnarfirði með dóttur sem fædd er í Kína og hundi sem elskar göngur og útiveru. Anna er steingeit en les alltaf vatnsberann líka, bara til að eiga val.

Anna Kristín

Föstudagskjóllinn 10. kafli: Með bóndarós á rassinum

Í dag er tíundi föstudagurinn og því tilvalið að draga upp einn gamlan og góðan kjól. Þetta er kjóll frá spænska merkinu Desigual og keyptur fyrir 8-10 árum. Það var í Akureyrarferð með nornunum vinkonum mínum. Í þessum ferðum var alltaf kíkt í nokkrar búðir og síðan beint til spákonu á eftir. Góðar ferðir. Sólrún …

Föstudagskjóllinn 10. kafli: Með bóndarós á rassinum Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 9. kafli: Föst í kjólnum, flækt í rennulás?

Föstudagskjóllinn í dag er næstum því alveg glænýr. Ég keypti hann fyrir mánuði og ekki af neinni ástæðu annarri en að mig langaði í hann. Það er ekki verri ástæða en hver önnur. Þetta er auðvitað Melónukjóll (Smashed Lemon) og er þess vegna eins og svo margir úr þeirri smiðju alveg ótrúlega kósý og þægilegur. …

Föstudagskjóllinn 9. kafli: Föst í kjólnum, flækt í rennulás? Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 8. Kafli: Náttkjóll var það heillin!

Föstudagskjólinn í dag er óvenjulegur. Í dag er nefnilega almennt sinnuleysi og lasleiki að hrjá mig og ég ekki á fótum. Ég tók þá ákvörðun að vera bara í náttkjólnum. Er ekki í stuði til að vappa um íbúðina í fínum kjól. Stórir eða litlir? Það er þetta með náttkjóla, ég á fullt af þeim. …

Föstudagskjóllinn 8. Kafli: Náttkjóll var það heillin! Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 7. Kafli: Sokkabuxur í klofinu

Nú er föstudagskjólinn á faraldsfæti. Brá sér út fyrir landsteinana í haustfrí. Þá þarf að velja kjól sem er góður í ferðalög. Mér finnst nefnilega ekki gott að þvælast á flugvöllum kjóllaus (Jú, auðvitað væri ég í einhverjum fötum en mér finnst kjóllinn betri). Hann má þó ekki vera of síður því þá þvælist hann …

Föstudagskjóllinn 7. Kafli: Sokkabuxur í klofinu Lesa færslu »

Föstudagskjólinn 5. Kafli: Segðu það með blómum!

Jibbí jei, það er aftur kominn föstudagur og ég má skipta um kjól. Þar sem melónukjólinn (Smashed Lemon) þótti nokkuð flottur ákvað ég að taka bara strax annan melónukjól en þessi er samt allt öðru vísi. Blómalega sumarlegur. Ég hef aldrei farið í hann fyrr enda er ég eiginlega eins og ég sé ólétt í …

Föstudagskjólinn 5. Kafli: Segðu það með blómum! Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 4. Kafli: Brjóstaskorur á almannafæri

Kjóll dagsins í dag er frábær enda tileinkaður nýkomnum áhuga mínum á brjóstaskorum. Já þið lásuð rétt. Þessi kjóll er keyptur í Kjólar og Konfekt, eins og svo margir af kjólum mínum síðustu tvö árin en ég fór að elska þessa búð þegar ég fattaði að hún er ekki bara fyrir mjónur, heldur líka konur eins …

Föstudagskjóllinn 4. Kafli: Brjóstaskorur á almannafæri Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 3. Kafli: „Do you have clothes to sleep in?“

Föstudagskjóllinn minn var keyptur í vor. Hann er því tiltölulega nýr í skápnum en ég keypti hann af því fatanúmerið var svo fallegt. Ég hef sem sé grennst og er komin niður um eina til tvær stærðir. Stærðir eru nefnilega mjög sálrænt atriði. Það að sjá XL í stað XXL eða L í stað XXL …

Föstudagskjóllinn 3. Kafli: „Do you have clothes to sleep in?“ Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 2.Kafli: Jarðarfararkjólinn sem reyndist vera brúnn

Föstudagur aftur og nýbúinn. Hvert fer tíminn eiginlega? Jæja, það sem er gott er að þá er kominn tími á að skipta um kjól. Að vísu er ég ekki búin að vera í sama kjólnum í heila viku, auðvitað ekki, hvað haldiði eiginlega að ég sé? Sorg og gleði Flott vinnuumhverfið mitt en ég er …

Föstudagskjóllinn 2.Kafli: Jarðarfararkjólinn sem reyndist vera brúnn Lesa færslu »

Bækur: Fórnarlamb án andlits – eru morð réttlætanleg?

Fórnarlamb án andlits er sænsk spennusaga eftir Stefan Ahnhem og er fyrsta bók höfundar. Bókin fjallar um lögregluforingjann Fabían Risk sem er að flytja aftur til borgarinnar þar sem hann ólst upp, í gamla hverfið sitt. Lesandinn fær á tilfinninguna að það hafi eitthvað komið upp í fyrra starfi sem ekki er í lagi. Hann …

Bækur: Fórnarlamb án andlits – eru morð réttlætanleg? Lesa færslu »

Bækur: Zombíland – Hverjir eru zombíar nútímans?

 Zombíland eftir grænlenska höfundinn Sörine Steenholdt kemur virkilega á óvart. Þetta eru smásögur frá Grænlandi og fjalla alls ekki um það sem maður gæti haldið af titlinum. Zombíland er nefnilega ekki sögur af uppvakningum heldur sögur af lifandi fólki í Grænlandi nútímans. Fólki sem lifir í einsemd í ákveðinni firringu. Þetta eru ekki fallegar sögur. …

Bækur: Zombíland – Hverjir eru zombíar nútímans? Lesa færslu »

Bækur: Þrettán tímar – Bók sem ég las í einum rykk

Ég elska góðar spennusögur, þær eru mín fíkn. Mér finnst því alltaf gaman að finna nýja spennusagnahöfunda. Suma höfunda held ég tryggð við, bók eftir bók. Aðrir eru hinsvegar alveg ferskir eins og Deon Meyer höfundur, Þrettán tíma. Þetta er önnur bók hans á íslensku en Djöflatindur kom út fyrir sirka tveimur árum og ég las hana á …

Bækur: Þrettán tímar – Bók sem ég las í einum rykk Lesa færslu »

BÆKUR: Vefur Lúsífers-Klassísk spenna ⭐️⭐️⭐️⭐️

Vefur Lúsífers er spennusaga í mínum anda. Klisjukennd aðalpersóna með mjúkar hliðar, furðulegt mál og að því er virðist nokkrar sögur sem fléttast saman. Kristina Ohlsson er einn af mínum uppáhalds spennusagna höfundum. Ég varð því alveg verulega glöð þegar ég sá að það var komin ný bók eftir hana, Vefur Lúsífers. Þessi bók kom mér samt …

BÆKUR: Vefur Lúsífers-Klassísk spenna ⭐️⭐️⭐️⭐️ Lesa færslu »

BÆKUR: Koparborgin – Ævintýrasaga af bestu gerð

Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur er ævintýrabók sem óhætt er að mæla með. Þetta er fyrsta skáldsaga Ragnhildar og í apríl fékk hún barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem besta frumsamda barnabókin. Koparborgin fjallar um Pietro, tólf ára gamlan dreng sem er búinn að miss alla fjölskyldu sína úr plágunni. Fjölskylda hans tilheyrir bátafólkinu sem eru ekki eiginlegir þegnar …

BÆKUR: Koparborgin – Ævintýrasaga af bestu gerð Lesa færslu »

BÆKUR: Iréne – Spennusaga af allra bestu gerð

Iréne eftir franska höfundinn Pierre Lemaitre er fyrsta bókin í þríleiknum um lögregluforingjann Camille Verhæven. Fyrir rúmu ári var bók nr. tvö, Alex, þýdd á íslensku og er hún með betri spennusögum sem ég hef lesið lengi. Það var því með þó nokkurri tilhlökkun sem ég hóf lesturinn á Iréne. Í þessari bók er raðmorðingi …

BÆKUR: Iréne – Spennusaga af allra bestu gerð Lesa færslu »