Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir stofnaði skartgripaverslunina Aurum árið 1999 og fagnar tíu ára afmæli í dag.
Af þessu tilefni á að bjóða gestum upp á sértakt súkkulaði sem var unnið í samstarfi við Sandholts bakarí.
Súkkulaðið er gert að fyrirmynd nýrrar skartgripalínu Guðbjargar sem verður jafnframt frumsýnd í dag.
Guðbjörg hefur hefur m.a. fengið Sjónlistarverðlaunin fyrir hönnun sína og þykir meðal bestu skartgripahönnuða þjóðarinnar.
Verslunin Aurum var jafnframt tilnefnd sem ferðamannaverslun ársins í ár en hún er staðsett í Bankastræti 4 og þykir almennt flott hvað varðar aðkomu, skreytingar og fleira.
En það er kannski sjálf hönnunin sem skiptir mestu?
Falleg og nútímaleg en byggð á ákveðnum hefðum í íslenskri skartgripagerð. Að auki sækir hún innblástur í íslenska náttúru og þannig eru gripirnir mikil prýði fyrir okkur sem af íslensku bergi erum brotin…og auðvitað alla hina líka.

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.